Hugur - 01.01.1997, Side 116
114
Jóhann Björnsson
HUGUR
IV
Hvað er það sem við gimumst? Að hverju beinist kynferðisleg
ástríða?
Það sem ég girnist er önnur manneskja. (Að vísu er til fólk sem
gimist eitthvað annað en lifandi manneskjur, s.s. dýr, en ég mun halda
mig við það sem við í daglegu máli teljum eðlilegt, þ.e.a.s. ég mun
takmarka mig við þá gimd sem beinist að annarri lifandi manneskju.)
Það er líkami annarrar manneskju sem ég þrái, því verður ekki neitað.
Það er líkami annarrar manneskju sem vekur athygli mína, sem mglar
mig í ríminu eða truflar mig á einhvem hátt. Ég sé hálfsýnilegt konu-
brjóst, aðlaðandi fótleggi og beran maga. En þar með er aðeins hálf
sagan sögð, vegna þess að ég laðast að þessum fótleggjum, þessu
hálfsýnilega konubrjósti og þessum bera maga í ljósi líkamans alls.
Ég laðast ekki að brjóstinu einu og sér heldur að brjóstinu sem hluta
af stærri heild, þ.e.a.s. ég laðast að líkamanum öllum. Ég veit að fót-
leggir þessir, þetta brjóst og þessi magi tilheyra líkama og ég gimist
þennan líkama en ekki bara einhvern likama einhversstaðar í heim-
inum. Það er í Ijósi ákveðinnar afstöðu sem ég hef gagnvart öðru
fólki að ég laðast að þessari tilteknu manneskju. Afstaða mín gagn-
vart annarri manneskju hefur eitthvað að gera með aðstæður þær sem
ég er í þegar girnd mín eða kynferðisleg ástríða kviknar. Sú mann-
eskja sem ég beini athygli minni að er einnig í ákveðnum aðstæðum.
Þessvegna gimist maður eina manneskju einn daginn, vegna þess að
aðstæðumar eru hagstæðar gimdinni þann daginn. Sartre orðar þessa
hugsun þannig: „Ég þrái konu í heiminum, standandi við borð, liggj-
andi nakta í rúmi eða sitjandi við hlið mér.“8 Daginn eftir eða ein-
hverjum dögum síðar em aðstæður breyttar þannig að ekkert í fari við-
komandi manneskju orkar eggjandi. Aðstæður þær sem kveikja gimd-
ina tengjast sterklega vitund einstaklinganna sem í hlut eiga og þeirri
stemmningu sem þeir upplifa.
Það er vegna annars einstaklings sem ég uppgötva kynferðislega
ástríðu í sjálfum mér. Jafnvel þó að viðkomandi einstaklingur sé fjar-
verandi þá kann hann engu að síður að vera kveikjan að ástríðum mín-
um. Fjarvera er ákveðin gerð af nærvem. Sá sem er fjarverandi getur
8 Jean-Paul Sartre, Being andNolhingness, bls. 513.