Hugur - 01.01.1997, Side 119
HUGUR
Að girnast konu
117
ganga of nærri frelsi hennar og slík framkoma væri nær því að vera
skipun heldur en boð. Ég fyndi það fljótt ef einhver myndi látast
gimast mig, t.d. ef einhverskonar nauðung væri fyrir hendi eða vegna
þess að viðkomandi fengi greitt fyrir. f slíkum tilvikum væri ekki um
raunverulega gimd að ræða og lægi þar eitthvað annað að baki en að
ég væri gimilegur. Ég get gengið inn á fjölmarga nektardansstaði
borgarinnar og greitt fé fyrir það að látast girnast mig, en ég veit að
það er ekki ég sem er girnilegur heldur peningamir sem ég á í vasa
mínum. Um leið og þeir em búnir er ég ekki gimilegur lengur. Maður
getur því tæplega farið á slíka staði til þess að láta gimast sig af
sönnum ástríðum. Hinsvegar er ekki þar með sagt að ég geti ekki
farið á slíka staði og skemmt mér prýðilega. Tala ég nú í anda Epíkúr-
usar þar sem augnayndi að hans mati getur verið hin besta skemmtun,
gleðigjafi og stuðlað að hamingju. Það er því tvennt ólíkt að ætla sér
að fara á slíka staði til þess að láta gimast sig eða að ætla sér að njóta
fagurra líkama og skemmta sér.
í ástríðu minni þrái ég að ég sem slíkur sé gimilegur. Hér virðir
gimd mín frelsi annarrar manneskju. En frelsi þetta sem ég vil að hin
manneskjan hafí til þess að laðast að mér, er keypt því verði að daður
mitt, tjáning mín og líkamlegt látbragð getur verið skilið á réttan
hátt, eins og ég ætlast til að það verði skilið, eða það getur verið mis-
skilið. Hvemig veit ég hvort að sú sem ég vil að þrái mig, skilji lát-
bragð mitt og löngun mína? Hvernig veit ég hverskonar látbragð,
hverskonar daður kemur skilaboðum mínum best til skila? Ég gæti
farið að byggja upp stæltan brjóstkassa, skipt um vinnu, fengið mér
hraðskreiðan bíl og reynt að fága framkomu mína eins og mögulegt
er. Allt þetta er hins vegar engin trygging fyrir því að sú sem ég þrái
hafi nokkum áhuga á prúðum einstaklingi með stæltan brjóstkassa á
hraðskreiðum bíl. Tjáning mín og allt mitt látbragð í samskiptum við
annað fólk er þess eðlis að ég get ekki verið fullviss um að sú merk-
ing sem ég legg í það komist til skila eins og ég hafði óskað mér.
Það er önnur manneskja sem tekur eftir mér, túlkar hegðun mína og
gefur henni merkingu. En er það sú merking sem ég vil að sé lesin út
úr framkomu minni? Hér stöndum við frammi fyrir vandamáli sem er
þetta: Hvemig skiljum við annað fólk og hvemig erum við skilin af
öðm fólki? Hvers þörfnumst við til þess að geta skilið skilaboð hvers
annars? Við þörfnumst þess sem við nú þegar höfum, svarar Maurice