Hugur - 01.01.1997, Side 127
Ritfregnir
Þorsteinn Gylfason: Aö hugsa á íslenzku. Reykjavík: Heimskringla -
Háskólaforlag Máls og menningar, 1996. 240 bls.
Að hugsa á íslenzku er safn fjórtán birtra og óbirtra greina og ritgerða eftir
þennan kunna fræðimann og stflsnilling. Þær fjalla annars vegar um sköpunar-
gáfuna og hins vegar um tungumálið og merkingu þess.
Sigmund Freud: Inngangsfyrirlestrar um sálkönnun (síðara bindi),
þýð. Sigurjón Björnsson. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
1996. 270 bls.
Hér birtast þrettán fyrirlestrar Freuds en sameiginlegur titill þeirra er Almenn
kenning um taugaveiklun. Fjallað er um aðalatriði kenninga hans; s.s.
myndun, orsakir og gerð sjúklegra einkenna, lækningu þeirra, kynlíf, þróun
þess, frávik í kynlífi og kvíða. Þetta er 7. bindið í bókaflokknum Sálfrœðirit.
Viktor E. Frankl: Leitin að tilgangi lífsins, þýð. Hólmfríður K.
Gunnarsdóttir. Reykjavík: Háskólaútgáfan - Siðfræðistofnun, 1996. 130
bls.
Geðlæknir segir frá reynslu sinni af langvarandi vist í fangabúðum sem rændi
hann öllu nema sjálfu lífinu. Ráðgáta hans verður hvemig lífið geti verið
einhvers virði við slíkar aðstæður. Höfundurinn veltir fyrir sér tilgangi þján-
ingarinnar og kemst að þeirri niðurstöðu að ef einhvern tilgang sé að finna í
lífinu yfirleitt þá hljóti að vera tilgangur í þjáningu og dauða. En enginn getur
sagt öðrum hver tilgangur hans er. Hver og einn verður að finna hann fyrir sig
og axla þá ábyrgð sem svarið leggur honum á herðar.
Friedrich Nietzsche: Svo mœlti Zaraþústra, þýð. Jón Ámi Jónsson.
Reykjavík: Háskólaútgáfan - Heimspekistofnun, 1996. 330 bls.
Hér birtist þetta sígilda verk Nietzsches í fyrsta sinn á íslensku. Eitthvert
torræðasta verk höfundar þar sem sjónum er beint að tilvistarkreppu nútíma-
mannsins. Hér er að finna hugmynd Nietzsches um „ofurmennið“ sem er
andsvar hans við þeirri tómhyggju sem heltekur nútímamanninn þegar hefð-
bundnar forsendur um eðli og tilgang tilvemnnar em brostnar.