Hlín - 01.01.1924, Page 2
Kvennaskólinn
á Blönduósi.
Kensla hefst hinn 15. október í haust og stendur til
14. maí í vor.
Kent er: Hússtjórn, vefnaður, allskonar kvenfatasaumur
og önnur handavinna, og karlmannafatasaumur í sjerstakri
deiid. í bóklegu er aðaláhersla lögð á íslensku, reikning
og náttúrufræði.
Inntökuskilyrði í skólann eru þessi:
a. Að umsækjandi sje ekki yngri en, 14 ára.
b. Að hann hafi engan næman sjúkdóm.
c. Að hann hafi vottorð um góða hegðun.
d. Að helmingur af skólagjaldi og fæðisgjaldi sje greitt
við inntöku, og ábyrgð sett fyrir eftirstöðvum.
e. Að umsækjandi sanni með vottorði, að hann hafi
tekið fullnaðarpróf samkvæmt fræðslulögum, ella
gangi undir inntökupróf þegar hann kemur í skól-
ann. — Skólagjald er 75 kr. um námstímann.
Nemendur hafa haft matarfjelag og skólinn sjer um
allar nauðsynjar.
Skólinn leggur námsmeyjum til rúmstæði méð dýnum
og púðum. Annan sængurfatnað verða þær að leggja sjer til.
Umsóknir um inntöku í skólann sendist formanni skóla-
stjórnarinnar, alþm. Þórarni Jónssyni á Hjaltabakka, fyrir
miðjan september n. k.
Garðyrkjunámsskeið Ræktunarfjelags
Norðurlands
verður haldið yfir vorið og sumarið 1925
með líku fyrirkomulagi og verið hefir.