Hlín - 01.01.1924, Page 14

Hlín - 01.01.1924, Page 14
12 Hlln aði og uppeldis- og mentamálum, og reynt að ná mark- miði sínu sem nú skal greina: Garðyrkja. Fyrir áeggjan S. N. K. tók Ræktunarfjelag Norðurlands 4 konur, eins og að undanförnu, til náms yfir vorið, sumarið og haustið í Tilraunastöð fjelagsins við Akureyri. Nutu þær þar verklegrar og bóklegrar fræðslu í öllu, er að trjá-. matjurta- og blómarækt lýtur, og matreiddu jurtafæðu að haustinu. Um 30 konur hafa þannig á undanförnum árum notið garðyrkjufræðslu á Akureyri fyrir milligöngu Sambands norðlenskra kvenna. Starfa sumar þessar konur til og frá um Norðurland, og leiðbeina ýmist fyrir fjelög eða í kring um sig í sveit- unum, hirða um trjáreiti Ungmennafjelaga o. fl. — Oarð- yrkjukonur frá Akureyri hafa einnig starfað að garðrækt á Vífilsstöðum, á Hólum í Hjaltadal, á Reykjum í Mos- fellssveit, í Listigarði Akureyrar og víðar. Nokkrar hafa og farið utan til frekara náms. — Þörfin á innlendri fræðslu í garðrækt er augljós, og fræðsla í þeim efnum er hvergi veitt vorið, sumarið og haustið (ásamt mat- jurtamatreiðslu) nema á Akureyri. — S. N. K. mun láta sjer ant um, hjer eftir sem hingað til, að verkleg fræðsla fáist innanlands í þessari grein, og styðja það mál með ráðum og dáð. — Fjelagsdeildir S. N. K. hafa stundum styrkt efnilegar stúlkur til garðyrkjunáms og notið fræðslu þeirra og starfsemi á eftir. Heimilisiðnaður. S. N. K. hefir þetta ár eins og að undanförnu hlynt að fræðslu i handavinnu í skólum, og að námsskeiðum og sýningum. Deildirnar annast það hver á sínu sviði, áhugi er að vakna um þetta mál á Sambandssvæðinu, spunavjelum að fjölga og vefnaður og prjónaskapur stórum að aukast. S; N. K. lætur sjer ant um, að handavinna komist inn í skólana, og gerir sjer alt far um að fá stofnsettar góðar útsölur fyrir heimilis- iðnaðarafurðir. Heilbrigðismál. Um mentun hjúkrunarkvenna á fjelags-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.