Hlín - 01.01.1924, Page 19

Hlín - 01.01.1924, Page 19
Hltn Í7 hjúkrunarkonan hefir farið í 2625 heimsóknarferðir á berklaveik heimili, og 1750 manns, bæði hjeðan úr Reykjavík og úr öðrum iandsfjórðungum, hafa komið á Hjálparstöðina til að leita ráða og hjálpar, sem veitt hefir verið eftir mætti og auðvitað ókeypis. Alt ber vott um að starfsemi Stöðvarinnar sje í vexti. Jeg vil nú í stuttu máli gera grein fyrir starfsemi berkla- varnarstöðva. Hjálparstöðin er, ,eins og áður er ávikið, sá miðdepill, sem baráttan gegn berklaveikinni á heimilunum gengur út frá, hvort heldur læknir skýrir stöðinni frá berklaveiku heimili, sem hann óskar að hún hafi eftirlit með, eða að einhver heimilismaður snýr sjer til stöðvarinnar að leita hjálpar og ráða. Rá ber hjúkrunarkonunni fyrst og fremst að koma á heimilið og gera ráðstafanir um, að smitun berist ekki frá einum heimilismanni til annars. Alstaðar sem leið manns liggur um, er hætta á berkla- smitun, en mest er hættan á heimilum berklaveikra, sjer- staklega fyrir börnin, sem eru víðkvæmust fyrir smitun. Að öllu þessu athuguðu er augljóst, að heimsóknir góðr- ar hjúkrunarkonu geta verið mjög þýðingarmiklar. — Hún á að vera kærkominn gestur á heimilið, með nærgætni og skilningi reyna að kynnast hag þess og heilbrigðis- ástandi heimilismanna, og reyna að bæta hag heimilisins hvað þrifnað og heilnæmi snertir, svo að smitunarhætta verði sem minst fyrir hina heilbrigðu heimilismenn. Berklaveikin hefir verið nefnd »híbýlasjúkdómur«, énda má það til sanns vegar færa, svo mikið er batinn undir þrifnaði og góðri aðbúð kominn. Oft býr fólk mjög óhyggilega og óhaganlega um sig í híbýlum sínum, þótt þau sjeu í sjálfu sjer ekki svo slæm, og geta þá góð ráð og leiðbeiningar frá stöðvar- hjúkrunarkonunni komið að góðu haldi. Stundum má bæta um, með því einungis að breyta lítið eitt til um 2

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.