Hlín - 01.01.1924, Side 28
26
Hlín
heimilisiðnaði á einhverjum af hinum stóru kaupsýning-
um (Messer), sem á seinni árum eru orðnar svo tíðar á
Norðurlöndum.
Dagblöðin sýndu þessum Iitlu syningum hina mestu
velvild með vinsamlegum ummælum. — Dansk-íslenska fje-
lagið útvegaði hentugt hús ókeypis, og kynti sýninguna
fjölda manns, sem áhuga höfðu á íslandsmálum.
Bondeungdomslaget í Kristjaníu gerði slíkt hið sama,
og kann jeg fjelögum þessum hinar bestu þakkir.*
Heimilisiðnaðarfrömuðir fjölmentu í öllum löndunum
á sýningarnar og ljetu skoðanir sínar óspart í Ijós. Þótti
þeim sem band, unnið úr íslenskri ull, bæði þeli og togi,
mundi sóma sjer einkarvel í vefnaði, og vildu komast í
samband við okkur um þessi efni. Togið bjuggust þeir
við að geta notað bæði í húsgagnafóður og gólfdúka,
fanst það líkjast hörnum, sem þeir nota mikið í húsgagna-
fóður, en hann er feikna dýr. Hver veit nema togið eigi
eftir að komast til vegs og virðingar hjá okkur, en sjálf-
sagt verður það ekki fyr, en það er orðið frægt í útlöndum!
(Við íslendingar ættum ekki að nota annað en ull í
ábreiður og húsgagnafóður, svo er bómullin nú dýr
(hækkandi), þegar spunavjelarnar hjálpa til með spunann.)
Handspunavjelar þekkjastvekki í löndum þessum. Fjár-
ræktarfræðingur einn, úr Dölum í Svíþjóð, sagðist í
mörg ár hafa verið að svipast eftir svona áhaldi og ekki
fundið, furðaði sig mjög á, að hann skyldi finna það á
íslandi. Spunavjel hjeðan fer til hans í haust og líklega
önnur til Noregs.
___________ Halldóra Bjarnadóitir.
* Norðmenn og íslendingar, búsettir í Noregi, vilja boma á hjá sjer
Norsk-íslensku fjelagi, og styður það án efa þetta mál með ráðum
og dáð.
Svíar eru okkur ókunnugastir, en æskja samvinnu við ísland.
Þeir eru smekkmenn miklir um heimilisiðnað, og engin Norður-
landaþjóðanna notar svo mikið heimaunnið til klæðnaðar og hí-
býlabúnaðar sem þeir, af þeim má því margt læra í þessu elni.