Hlín - 01.01.1924, Síða 47
Híln
45
mitt stríðsgróðinn og peningaveltan hafi orðið þjóðinni
hefndargjöf, því þá vandist fólk á að fleygja út peningum
og fyrirlíta upphæðir.
En ekki þýðir að sakast um orðinn hlut. í hverju sem
orsakirnar eru fólgnar, þá er þeirra að leita hjá þessari
kynslóð og þessum tímum, við verðum því sjálf að taka
afleiðingunum eins og þær eru, ef við viljum standast
dóm sögunnar og eftirkomendanna.
Pingið sem nú situr rökstóla, er meðal annars að ráða
fram úr hinum afar örðugu fjármálum. En í raun rjettri
getur það svo fátt gert, annað en að hækka tolla og
skatta, leggja hömlur á innflutning og hætta eða draga
úr öllum verklegum framkvæmdum, sem ríkið hefir með
höndum. Alt eru þetta að ýmsu leyti neyðarúrræði, því
í sjálfu sjer eykur það ekki þjóðarauðinn, nema að því
leyti, sem innflutningshöftin ná tilgangi sínum, með því
að draga úr eyðslunni í landinu. — Og í rauninni finst
mjer ekki hægt að gera þær kröfur til þings og stjórnar,
sem mörgum er gjarnt til að gera, að minsta kosti ekki
þegar um svona mál er að ræða. Því að máttur þjóðar-
innar liggur hjá henni sjálfri; í viti, orku og vilja hvers
einstaklings hennar og þeirra allra í sameiningu, og það-
an, að innan frá þjóðinni, verður átakið að koma í því-
líku máli og þessu, ef til sigurs á að vinna.
Síðan 1918 höfum við talist sjálfstæð þjóð, en það
sjálfstæði verður meira í orði en á borði, meðan efnahag
okkar er þann veg háttað sem nú er.
Nú er því um tvent að velja fyrir hina íslensku þjóð,
annaðhvort að láta reka á reiðanum og »fijóta sofandi
að feigðarósi«, eða taka með manndómi afleiðingunum
af óhöppum og óhygni sinni á liðnum árum, og hafa
öll járn í eldi, sem að vopni mega verða í þeirri baráttu
að vinna að efnalegu sjálfstæði þjóðarinnar. Stóru drætt-
irnir í þeirri framsókn eru: Aukin framleiðsla og meiri
sparnaður hjá einstaklingum þjóðarinnar.