Hlín - 01.01.1924, Page 48

Hlín - 01.01.1924, Page 48
46 Hlín Konum* finst nú mörgum hverjum, að fjármál komi þeim ekki mikið við, það sje karlmannanna að hugsa um þau, og ýmsum finst jafnvel það vera ófínt fyrir konur, og það ekki síst fyrir þær sem teljast í betri röð, að vera nokkuð að hugsa um hvað hlutirnir kosta. En þetta er rangt, bæði gagnvart okkur konum sjálfum og ríkinu. Fullur helmingur af íslendingum eru konur, og þær hafa fullkomin borgaraleg rjettindi til jafns við karlmenn, þær verða því, engu síður en þeir, að þekkja og skilja rjett sinn og skyldur við þjóðfjelagið. Mikill hluti af því fje, sem eytt er í landinn, fer í gegn um hendur kvenna, og við getum ekki varist þeirri hugsun, að verslunarreikningar landsins stæðu betur nú, ef við konur hefðum farið skynsamlegar með það fje, sem við höfum haft yfir að ráða, en við höfum gert. — Veit jeg vel, að þar eiga ekki allar konur óskilið mál, því margar hafa synt lofsverðan áhuga og hagsýni í því að spara sem mest útlenda vöru, og hagnýta sjer vel til sem flestra hluta innlendar afurðir. Pað eru líka margar konur, sem sjálfgert er fyrir að spara, því efnin skamta eyðsluna. En samt er hitt eigi að síður satt, sem jeg sagði áðan; um það eru búðirnar hjerna glögt vitni, þær eru oft ekki ósannur spegill af því, hvað fólkið vill kaupa, og væri vel þess vert að athuga það, hvort þar er ekki eitthvað, sem við eigum mjög hægt með án að vera. Pær konur, sem muna 20 ár eða lengra aftur í tímann, minnast þess ef til vill, að þá þektist hjer tæplega margt af þeim hjegóma og því óhófi, sem nú er orðið land- lægt og virðist jafnvel vera lífsnauðsyn mörgum af hinni yngri kynslóð þjóðarinnar, líklega þó helst hjer í höfuð- staðnum. Jeg verð að minsta kosti að játa það, að nú á seinustu árum hefir margt hjer í Reykjavík verið okkur fáfróðum * Með orðinu konur er átt við allar fullorðnar konur, giftar og ógiftar, eldri og yngri, — Höf,

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.