Hlín - 01.01.1924, Page 65
Hltn
63
Oft varð jeg samt að fara á mis við þessa skemtun, því
móðir mín, blessuð, þurfti að hafa mig heima, til að líta
eftir yngstu krökkunum, svo hún hefði næði til að tala
við vinkonur sínar. — Jeg naut þá líka oft þeirrar ánægju
að hlusta á hinar fjörugu samræður þeirra.
Ofurlítið atriði er mjer minnisstætt, sem jeg heyrði
Póru segja móður minni. Mjer fanst svo mikið til um
það snjallræði, sem hún greip til í fátækt sinni. — Það
var eitt vor, að fremur venju var þröngt í búi í Skógum,
en nú kom það sjer illa, því Póra átti von á gestum, og
það voru ekki neinir smaladrengir, þeirra komu var hún
vön, og hafði jafnan á reiðum höndum góðan greiða og
glaðlegt viðmót. En gestirnir, sem hún núna átti von á,
voru stórbændurnir úr Breiðafjarðareyjum og flestir stór-
höfðingjar úr Vestfirðingafjórðungi, nú voru þeir væntan-
Iegir á Kollabúðafundinn. Fiestir Eyjamenn þektu F*óru,
hún vissi líka vel, að ekki mundu þeir ríða framhjá. —
Eyjamenn fóru á stóru skipi upp að Stað á Reykjanesi.
Prófasturinn, það var síra Ólafur Johnsen, faðir Pórláks
Johnsen og þeirra systkina — lánaði þeim hœta, og var
náttúrlega sjálfur með í ferðinni. »Hvað gat jeg nú boðið
þeim, jeg átti hvorki kaffi nje sykur eða neitt, sem þess-
um gestum var bjóðandi.« — Ofurlitla stund varð hún
alvarleg, svo mundi fleiri konum hafa farið, og einhverri
konu hefði líklega orðið fyrir að fela sig og Iáta segja
gestum að hún væri ekki heima, eða hlaupa til manns
síns og ávíta hann fyrir fátækt og vandræði, en slíkt var
fjarri Póru. En hún mun hafa gengið í sitt bænahús, þó
það væri ekki til í Skógum í orðsins fylsta skilningi, en
afsíðis gekk hún, og bað Ouð að blessa það litla, sem
hún gæti borið þessum velkomnu gestum. Að því búnu
fór hún hress og glöð að matreiða. En hvað haldið þið
að það hafi verið? Jú, það var bara rúgmjölsgrautur, en
hann var hvorki viðbrendur nje kekkjóttur, og vel tilbúinn
rúgmjölsgrautur með rjóma út á, þykir mörgum herra-