Hlín - 01.01.1924, Page 68

Hlín - 01.01.1924, Page 68
66 Htin og mikinn dugnaðarmann, hann mun nú vera einn á Iífi af fósturbörnum þeirra. Hvergi í sveitinni var jafnvel hýst og á Hallsteinsnesi, góður bær með stofu undir lofti, og svo ljetu þau byggja útiskála eða skemmu með stórri stofu, og voru þar oft haldnar brúðkaupsveislur, hvergi í sveitinni var jafnstór stofa, ekki einu sinni á prestssetrinu. Yfirleitt var þar höfðingsbragur á öllu. — Helga var systir sira Ouð- mundar á Breiðabólstað og eftir andlát manns síns fluttist hún þangað með P. J. Th. fósturson sínn og andaðist þar. Ouðrún i Miðbæ í Flatey var mjög lík systrum sínum, sama glaða viðmótið, og hjálpfús og gjafmild, þó fátæk væri. — Pað mátti heita, að hún brytjaði niður eigur sínar fyrir fátæka, hún var viss og örugg í trú sinni um, að Quð liti til sín, svo aldrei mundi sig bresta brauð. Ojöfum hennar fylgdi blessun, því hún gaf af góðum hug. Hún var ljósmóðir um langt skeið, svo henni voru kunn fátæku heimilin. Pað helsta sem hún gat miðlað þeim var mjólkursopinn, því altaf átti hún eina kú, og oft skifti hún nytinni úr henni milli þeirra fátæku. Hún þjáðist af gigt, og var það oft hennar mesta mein að koma ekki mjólkursopanum til þeirra sem með þurftu. En sæi hún krakka, var hún viss með að kalla til hans að hlaupa með sopann til þessarar konu, sem nú þurfti þess mest með, og svo var hún vinsæl, að jafnvel börn- in keptust um að geta gert henni greiða. Eitt sinn urðu tveir nágrannar ósáttir útaf landamerkj- um og lá við sjálft að yrði málsókn af, en áður svo langt færi, kom þeim til hugar að fara til Guðrúnar í Miðbæ, allir vissu hve áreiðanleg og sannsögul hún var. Hún hafði líka lengi búið þarna, og því manna kunnugust, og sömdu þessir bændur það með sjer að hlýta dómi Guðrúnar, hver svo sem hann yrði. Peir hitta svo gömlu konuna og biðja hana að ganga með sjer inn á ey og líta á landamerkin, ef ske kynni

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.