Hlín - 01.01.1924, Síða 72

Hlín - 01.01.1924, Síða 72
70 HUn Þórður Hafliðason skrifar vorið 1924: Mjer kom til hugar að segja yður, méð fáum línum, frá högum okkar nú og braski. í vetur höfðum við námsskeið frá 21.—31. jan. Þar var kent: Trjesmíðar með útskurði og bókband. Kennari Guðrn. Jónsson frá Mosdal. Þátttakendur voru alls 13, alt piltar. Við hefð- um gjarnan viljað að það námsskeið hefði verið lengra, en því var ekki að fagna, Guðmundur er svo bundinn. Aðeins þenna tíma gát- um við fengið hann, og þorðum ekki að sleppa því tækifæri, fyrst kostur var á að fá hann. Námsskeiðið fór vel fram, og var þar mjög fjörugt sem vænta mátti, þar sem þarna voru saman komnir bestu unglingar sveitarinnar. Námsskeiðið var haldið í samkomuhúsinu á Arngerðareyri, og hjeldu nemendur flestir þar alveg til, meðan námsskeiðið stóð. — Þarna var gengið rösklega að verki, því oftar liðu 18 klst. frá því nemendur fóru á fætur, þar til þeir gengu til hvíiu. — Kennari var ávalt við allan þenna vökutíma, altaf reiðu- búinn að hjálpa og leiðbeina. Bæði kennari og nemendur voru al- veg ákveðnir og samtaka í að nota þenna stutta tíma svo vel sem verða mætti, og Iögðu því hart á sig. Það var líka undravert, hve nemendur gátu tileinkað sjer mikið og komið miklu af, en vönduðu þó, því Mosdal iíður ékki að hroða neinu af. Jeg er viss um, að nemendur hafa haft gott af þessu námsskeiði, þó stutt væri. — Þeir lifðu þarna við skrínukost, en hituðu sjer þó kaffi. Að þessu námsskeiði Ioknu var strax farið að laga til í húsinu, svo vefnaðarnámsskeiðið, sem nú stendur yfir, gæti byrjað. Það hófst 4 febr. síðastl. og á að standa 3 mánuði. Kenslukona er Kristbjörg, sem kendi hjá okkur í fyrra. Alls eru það 9 nemendur, sem þetta námsskeið sækja til að læra vefnað. Verður sumt af því fólki ekki nema nokkuð af tímanum. Af þessum nemendum eru 2 piltar. — Ennfremur kennir Kristbjörg á þessu námsskeiði að spinna á spunavjel, því við fengum 25 þráða spunavjel í vetur. Tveir menn hafa tekið að sjer að læra á hana, Halldór Jónsson bóndi á Arn- gerðareyri og jeg. Jeg held að óhætt sje að segja, að það hafi tekist fremur vel að setja vjelina saman og koma henni af stað, því að hún virðist vera í góðu lagi og besta verkfæri. Vitanlega gengur spuninn mjög hægt ennþá, því að bæði eru ménnirnir alveg óvanir að fara með slíkt verkfæri, og svo eru sumir loparnir ekki vel fallnir til að spinnast á vjel. — Jeg dvel nú á Arngerðareyri flesta daga og er með vjelina. Hugmyndin er að spinna á hana fyrir fólk hjer i kring og fyrir námsskeiðsfólkið. Töluvert hefir bor- ist að af lopum, Það væri ánægjulegt, ef hægt væri að vefa þarna eitthvað úr íslenskri ull eingöngu, sem spunnin væri þarna á náms- skeiðinu. — Kristbjörg er óþreytandi að hvetja nemendur sína og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.