Hlín - 01.01.1924, Page 73

Hlín - 01.01.1924, Page 73
Hlln 71 leiðbeina þeim. Yrasa örðugleika og mörg óþægindi ér þarna við að stríða. Verkfærin eru bæði óhentug og ófullkomin, og fer því mikill tími í að laga þau og bæta, svo nothæf sjeu. Og þrengslin eru orðin afar mikil. Nú eru 7 vefstólar uppi í samkomusalnum ásamt ýmsu tilheyrandi dóti, rakgrind o. fl., og svo spunavjelin. Það er mesta furða hvað rúmast í svo litlum sal. — Nú berast okkur daglega frjettir af innflutningshöftum o. þ. h., þar á meðal á álnavöru, fatnaði og prjónlesi. Ef eitthvað verður um framkvæmdir á þessu, þá má búa3t við, að fólk hjer á landi verði að neyðast til að búa frekar að sínu hjer eftir en hingað til. Þá getur Iíka farið svo, að því skiljist betur en nú, að námsskeið eins og þessi eru ekki þýðingarlaus eða tilgangslaust fálm út í loftið. Það er vonandi að þeir, sem sótt hafa námsskeiðin, leggi stund á vefnað framvegis, og notfæri sjer þann veg það, sem þeir hafa numið. Reglulegt ánægjuefni er að sjá það sem framleitt er í þessum vef- stólagörmum, og það hlýtur að auka sjálfstæðismeðvitund hvers manns að vita sjálfan sig geta framleitt þarfir sínar úr sínu eigin efni.* , t Kembivjelarnar komu hingað (á Húsavík) um a grímur or- m;gjan nóvembermánuð. Þær eru 3: tvær for- ergsson, Hal - kembivjelar og ein lopavjel, 60 þráða. Lokið var clórsstöðum vjg uppsetningu þeirra og að gera við húsið Laxárdal, skrif- fyr;r áramótin. Hreyfiaflið er olíumótor. Hafa ar 31. jan. s.l.. pær nú statfað mánaðartíma og reynst vel. Kemba 60 kg. nettó af smásmökkum á 10 klst. Við sjerkemb- um í þeim 2 kg. og jafnvel 1, ef á Iiggur. Jeg er því alveg mótfallinn að slengja ■ saman til kembingar ull tveggja eða fleiri eigenda. Tel best, að hver eti sitt. Tveir menn annast vjelarnar og mótorinn, svo og roóttöku og afhendingu ullarinnar. Við höfum ágæta ullarolíu, og menn láta alment vel yfir kembingunni. Þó geta stundum komið fram smágallar á henni fyrir handvömm þeirra sem með verkið fara, en það er því minna sem meiri alúð og vand- virkni er lögð við starfið, — Vjelarnar kostuðu með umbúðum hingað komnar 13 þús. kr., mótorinn rífl. 4 þús. og uppsetning og * Allur þráður og mestalt ívaf var spunnið á spunavjelina. Það voru ofin 28 stykki (170 metrar). — Grein var gerð iyrir helstu atriðum við vandaða ullarvinnu og nokkuð fengist við lit- un. — Skrifuð upp og teiknuð vefjarmunstur. — Sýning frá báðum vetrarnámsskeiðunum var haldin á Arngerðareyri 3. mai. — Dóm- nefnd var skipað: Guðrún Ólafsdóttir í Reykjarfirði, Halldóra Jakobsdóttir í Ögri og Sigurður Þórðarson á Laugabóli. (Athugasemd kennarans.)

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.