Hlín - 01.01.1924, Blaðsíða 84
Hið íslenska Fræðafjelag í Kaupm.höfn
gefur út ágætar bækur, sem hver fróðleiksfús maður þarf
að eignast. F*ær eru lagaðar eftir þörfum almennings, og
allur frágangur á þeim hinn vandaðasti. Verðið er að til-
tölu lægra en á nokkrum öðrum íslenskum bókum, er
komið hafa út á síðustu árum. Hinar bestu alþýðubækur
Fræðafjelagsins eru:
Ársrit hins Islenska Frœðafjelags. ■ Áttundi árgangur
kemur út í sumar og kostar 4 kr.; í honum er æfisaga
hins heimsfræga Vilhjálms Stefánssonar og um mann-
raunir hans í heimskautalöndunum, saga Stúdentagarðsins
í Kaupmannahöfn og íslenskra stúdenta þar og margt
fleira. Petta tímarit er talið eitt hið besta og margbreytt-
asta, sem út hefir komið á íslensku.
■ Safn Frœðafjelagsins um ísland og íslendinga. 1. og 2.
bindi af Minningabók Porvalds Thoroddsen, verð 7 kr.
hvort. 3. bindi: Fjórar ritgerðir eftir Porvald Thoroddsen,
þar á meðal rækileg saga eldgosa í Vatnajökli og saga
fiskiveiðanna við ísland; verð 4 kr. fyrir fasta kaupendur.
Allir fróðleiksmenn ættu að gerast fastir áskrifendur að
ritum þessum.
Endurminningar Páls Melsteðs, verð 2 kr. 50 au. Brjef
hans til Jóns Sigurðssonar, verð 2 kr.
Islenskt málsháttasafn, lífspeki hinnar íslensku þjóðar;
verð 12 kr.
Handbók i Islendinga sögu; verð 3 kr. 75 au.
Píslarsaga sira Jóns Magnússonar; verð 5 kr.
Allar bækurnar eru taldar í ársritinu og í Safni Fræða-
fjelagsfns. Umboðsmenn á íslandi eru Bjarni Jónsson
bankastjóri á Akureyri, Pjetur Jóhannsson bóksali á Seyð-
isfirði, Jónas Tómasson bóksali á ísafirði og Arinbjörn
Sveinbjarnarson bóksali í Reykjavík.