Hlín - 01.01.1941, Page 12
10
Hlín
fræðum á Sambandssvæðinu og lagt kapp á að fá
Kristjönu Hannesdóttur, kennara, sem öllum konum á
sambandssvæðinu er að góðu kunn.
SAMBAND VESTFIRSKRA KVENNA.
Sambandið styrkir, eins og undanfarandi ár, verkleg
námsskeið til og frá á sambandssvæðinu. — Það nýtur
styrks frá sýslufjelögunum báðum og frá Búnaðarsam-
bandinu. —
SAMBAND NORÐLENSKRA KVENNA.
Aðalverkefni S. N. K. þetta ár var að standa straum
af starfi kennarans (Rannveigar H. Líndal), sem ráðin
var á sambandsfundinum 1940 til að ferðast um og
leiðbeina í verklegu í Skagafjarðarsýslu í 9 mánuði,
frá 1. sept. til 1. júní. — Reyndist þessi starfsemi hin
heillavænlegasta og var mikils metin í hjeraðinu.
Kennarinn starfaði í 11 hreppum og hafði 18 námsskeið,
flest á sveitaheimilum. — Nemendur voru um 140, auk
þeirra sem nutu áhrifa frá leiðbeiningunum óbeinlínis.
Samþykt var einróma á Blönduósfundinum 1941 að
halda fræðslustarfsemi þessari áfram, sjerstaklega ef
sami kennari fengist, og taka aðeins eina sýslu fyrir í
einu.
Ríkisstyrkurinn til S. N. K. fyrir 1942 var hækkaður
upp í kr. 1000, sem aðallega mun vera vegna þessarar
starfsemi. — (Vísast til skýrslu Rannveigar á öðrum
stað í ársritinu).
HJERAÐSSAMBAND EYFIRSKRA KVENNA.
H. E. K. er ein grein norðlenska sambandsins. í Sam-
bandinu eru 4 fjelög innan Akureyrar og Ólafsfjarðar-
fjelagið.
Sambandið hefur haft hjúlparstúlku síðan það var
stofnað, starfar hún í 3 hreppum innan Akureyrar, og