Hlín - 01.01.1941, Page 16
14
Hlín
hann mintist þess, hversu hann brást og afneitaði
meistaranum á hættunnar stund, og hversu Meistarinn
leit til hans um öxl með hinu sorgblíða augnaráði
þess, sem allt skilur og fyrirgefur.
»Sú von er bæði völt og myrk
að voga freklega á holdsins styrk,
án Quðs náðar er allt vort traust
óstöðugt, veikt og hjálparlaust«,
segir sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson, er hann legg-
ur út af þessum atburði.
* * *
Vjer hugsum ekki út í það eins oft og skyldi, hvaðan
oss kemur mátturinn í lífi voru og eftir hvaða leiðum
hann streymir til vor og getur jafnvel orðið sterkur í
veikleika vorum.
Gjörvöll tilveran hvílir í hendi hins almáttuga skap-
ara. — Grösin spretta upp úr jörðinni, en til þeirra
streymir orkan að utan. Gegn um blöð og rætur þrýst-
ir hin ómótstæðilega orka lífi sínu, og skapar þau fög-
ur og fullkomin, hvert á sínum stað og fær þeim jafn-
framt hlutverk að vinna, hverju fyrir sig. — Jafnvel
mosar og burknagróður fornaldarinnar, sem blómgað-
ist og sá dagsins ljós, áður en maðurinn var skapaður,
hafa enn ekki lokið hlutverki sínu. Sem kol og olía
er þetta nú grafið úr jörð, og hefur reynst oss óþrjót-
andi hita- og orkugjafi. — Þannig Kafa gjafir skapar-
ans streymt frá alda öðli með geislum sólar hingað til
jarðarinnár og mettað hana af allskonar gæðum, sem
oss skortir ennþá vit og hæfileika til að notfæra oss
eins og vera ber.
Hugsum oss þá, að einhver fífillinn, sem í hlaðvarp-
anum grær, segði: „Enginn hefur skapað mig! Jeg hef
vaxið upp af eigin rammleik og er sjálfum mjer nógur“
Og hugsum oss, að fífillinn í samræmi við þessa lífs-