Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 18
16
Hlín
í baráttunni við hrörnun og dauða stendur hann höll-
um fæti. — Fyr eða síðar finnur hann, að ósigurinn
er í nánd. — Með allri þverúð og stórmensku bæta
menn ekki þumlungi við hæð sína. — Skilji menn það
ekki, eða vilji ekki skilja, að orka sálarinnar streymir
til vor utanað frá meir en að innan, fer fyrir þeim eins
og jurtinni, sem lokar blöðum sínum og rót og þykist
sjálfri sjer nóg. — Sálarlífið skrælnar og deyr. — Bæn-
armaðurinn skilur afstöðu sína rjett: Guðs er að gefa,
en það er vort að kunna að veita gjöfum hans mót-
töku, jafnt andlegum sem líkamlegum. — Fyrst er að
skilja það, að alt, sem vjer megnum, megnum vjer fyr-
ir hans mátt, sem oss styrka gerir, því næst er að leyfa
þessum mætti að streyma óhindruðum inn í hugskot
vor. — Mesta skilyrðið fyrir því, að svo megi verða,
er guSstraustið. Vjer verðum að læra að taka því sem
að höndum ber með ró. — Óhjákvæmilega hljóta marg-
ar vonir vorar að bíða skipbrot. Ýmislegt andstreymi
ber altaf að höndum. Elli og dauði bíður vor allra.
Þetta heyrir til rás heimsins, og verður svo að vera.
Það er vilji Guðs. Hugurinn verður að taka sáttum við
hina óhjákvæmilegu nauðsyn og beygja sig undir hana
í þeirri trú, að hún sé leið að æðra tilgangi. — Þá, en
ekki fyr, öðlast mannssálin frið og öryggi. Þá, en ekki
fyr, höfum vjer sett vorn skammsýna vilja til hliðar,
en beygt oss undir guðsvilja. — Það er þá fyrst, sem
maðurinn er ekki lengur í uppreist gegn Guði, að
máttur Guðs getur orðið sterkur í veikleika vorum.
„Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni“, var bæn-
in, sem Meistarinn kendi lærisveinum sínum.
Mennirnir berjast hvarvetna við það í smæð sinni að
koma sínum eigin vilja í framkvæmd. Þessi vilji er
iðulega sundurleitur og rangsnúinn, hann er skamm-
sýnn og kemur oft illu einu til leiðar. Viljar mannanna
rekast oft á og gera þannig hvern annan að engu eða