Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 31
Hlín
29
segja Hagtíðindin, að hjónaböndum og barnsfæðingum
innan hjónabands fækki hjer á landi, en fæðingar óskil-
getinna barna fjölgi. — Hjer gæta konur illa rjettinda
sinna. — Jeg vil nú spyrja: Eigum við konur ekki fyrst
og fremst að gera kröfur til okkar sjálfra — siðferðis-
legar og menningarlegar? — Konurnar ungu, sem eiga
að erfa landið, þær verða að setja metnað sinn í að
taka ótrauðan þátt í lífsbaráttunni, hvort heldur hún
er við andleg eða verkleg störf. En flestar hverfa þær
að heimilisverkunum og þeim skyldum, sem þau leggja
konum á herðar: Umönnun fyrir kornbarninu og upp-
eldi æskunnar, það verður altaf starf móðurinnar.
Við skulum þá leggja okkur á hjarta, að konunnar
skylda er að ala upp karlmannlega eiginleika hjá
drengjunum, svo þeir verði hraustir og siðprúðir karl-
menn, og að ala upp sterkar, fágaðar og traustar kon-
ur, sem veigra sjer ekki við að taka á sig hvaða verk
sem þjóðfjelagið krefur.
íslenskar konur verða að muna, að fyrst og fremst
eiga þær að gera kröfur til sjálfra sín. Þá verða ekki
fengin rjettindi frá þeim tekin. — í Guðs friði!
Ragnhildur Pjetursdóttir.
Fræðslumál.
Samnignur S. N. K. vip Rannveigu H. Líndal, kennara,
vorið 1940.
Samband norðlenskra kvenna hefur ákveðið að gang-
ast fyrir því að hafin verði umferðakensla í húsmæðra-
fræðslu á næstkomandi hausti í Skagafjarðarsýslu. —
Kenslan skal byrja 1. september með stuttum græn-