Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 34
32
Hlín
ur 6, og það síðara frá 13. des. til 22. s. m. og þar einnig
6 nemendur. Hjer fór þá jólafríið í hönd.
Eftir nýár hófst fyrsta námsskeiðið að Ytra-Skörðu-
gili í Seyluhreppi á vegum kvenfjelagsins þar. Stóð
það yfir 2 vikur, nemendur voru 6. — Byrjaði þar tölu-
verð handavinna og starfsdeginum breytt þannig, að
matreiðslan byrjaði kl. 9 að morgni og var búin kl. 12
á hád. Eftir það tók við ýms handavinna, aðallega þó
handprjón fyrir ungu stúlkurnar, og svo vefnaður á
ýmsum smástykkjum, ofinn á handhægar vefnaðar-
grindur. — Þarna var líka kent að þvo og ganga frá
þvotti. — Hitt námsskeiðið í hreppnum var haldið á
Löngumýri í Hólmi, stóð það einnig í 2 vikur, og nem-
endur jafnmargir, eða 6. — Því lauk 3. febr. Höfðu
námsskeiðin verið um mánðartíma í hreppnum og nem-
endur og nágrannakonur sýnt mikinn áhuga og skiln-
ing á starfinu. Dag var nú tekið að lengja og hann not-
aður vel meðan birtan leyfði.
í Akrahreppi hófust því næst námsskeiðin 4. febr. og
voru þau haldin á vegum kvenfjelagsins þar og höfð,
sökum aðstöðu, á þrem stöðum í hreppnum. Stóðu þau
yfir í þi'jár vikur, eða til 23. febr. Þátttaka: í Stóru-
Akrasamkomuhúsi, þátttakendur 10. — Á Úlfsstöðum
9 og á Egilsá í Norðurárdal, 4 dagar, og þar aðeins 4
nemendur.
í Lýtingsstaðahreppi voru höfð tvö námsskeið, sem
kvenfjelagið þar sá um og undirbjó. — Á Vindheimum
frá 25. febr. til 7. mars. Nemendur voru 7. — Á Mæli-
felli frá 8. mars til 15. s. m., nemendur einnig 7.
Þá var næsta námsskeið á Reynistað í Staðarhreppi.
Var þar eingöngu kendur vefnaður. Tóku 5 konur þátt
í því, stóð það yfir til 23. mars. — En þá hófst sýslu-
fundur og Sæluvika Skagfirðinga og er þann tíma frí í
öllum skólum.
Mánudaginn 31. mars hófust næstu námsskeið í Skef-