Hlín - 01.01.1941, Qupperneq 35
Hlin
33
ilsstaðahreppi: Á Illugastöðum í Laxárdal og á Fossi á
Skaga. Tóku alls þátt í þeim 14 nemendur, og stóðu þau
yfir til 16. apríl. — Þessi leið er lengst úr bílvegakerfi
sýslunnar, að vetrarlagi ganga ekki þangað bílar.
Flutning, fram og til baka, sá kvenfjelagið um, sem á
allan hátt greiddi fyrir með undirbúning námsskeið-
anna.
Þar á eftir tóku við námsskeiðin í Rípurhreppi í
Hegranesi. Byrjaði það fyrra 18. apríl á Hellulandi, en
það síðara var haldið á Egg, stóðu þau yfir aðeins til
26. s. m., voru þátttakendur 10. Það sem eftir var mán-
aðarins leiðbeindi jeg eftir beiðni í nokkrum húsum á
Sauðárkróki, og tóku þátt í því um 10 nemendur. —
Vegna húsleysis var ekki hægt að halda þar námsskeið,
þar sem setuliðið hefur upptekið margar stærstu bygg-
ingar staðarins.
Hafa þá alls yfir 140 nemendur tekið þátt í námsskeið-
unum, sem hafa verið í 11 hreppum sýslunnar, haldin
á 18 stöðum, 4 í samkomu- eða skólahúsum, en hin 14 á
sveitabæjum.
Húsnæði fyrir námsskeiðin hafa hlutaðeigandi fjelög
annast um. — Til matreiðslunnar lögðu þátttakendur
efnið til að mestu leyti sjálfir, en greiddu 1—2 kr. á
viku fyrir ýmislegt, sem þurfti að kaupa til viðbótar. —
Víða voru geymd ber og rabarbari frá sumrinu, og í
febrúar var matreitt úr grænkáli, sem reyndist alger-
lega óskemt, geymt á frystihúsi. — Var lögð áhersla á
að nota sem mest þær fæðutegundir, sem heimilin geta
framleitt sjálf, ásamt síld og nýjum fiski, sem allan
tímann var auðvelt að ná í, því fiskafli hefur verið
óvenjugóður mestallan veturinn hjer í firðinum.
Efni í handavinnuna var víða heimaunnið band.
Gefjunarband og tvistur aðkeypt.
Það, sem aðallega hefur verið unnið á námsskeiðun-
um er þetta: Prjónaðar peysur, sumar að einhverju
3