Hlín - 01.01.1941, Qupperneq 39
Hlín
37
gerðar þær kröfur, að þær fengju dálitla mentun til
starfsins t. d. kyntu sjer nokkuð hjúkrun. — Sameigin-
leg smánámsskeið mundu líka koma sjer vel og verða
vel þegin. — Þá þyrfti einnig að samræma kaupgjaldið
fyrir bæi og sveitir.
Það væri óskandi, að hvert einasta sveita- og bæja-
fjelag landsins ættu sjer góða hjálparstúlku, það veitti
heimilunum öryggi og ljetti undir með þeim á ýmsan
hátt.
II.
Jeg gat þess í byrjun þessa pistils, að heimilin þyrftu
stuðning, ekki einungis með vinnu, ef veikindi eða
aðrir erfiðleikar bæru að höndum (hjálparstúlkan),
heldur einnig með frœðslu.
Þeir sem heima sitja: Húsmæðurnar, eldri konurnar,
unglingarnir um fermingu og þær fáu vinnukonur, sem
enn fyrirfinnast á landi hjer, hefðu sannarlega þörf á
að fá námsskeið, erindi, sýnikenslu og leiðbeiningar í
ýmsu, er að verklegum störfum lýtur, njóta ánægju og
hressingar af heimsókn góðrar og fróðrar konu við og
við, koma með nágrannakonum á stutt námsskeið,
ráðgast við kennarann um ýmislegt, sem heimilisstörf-
um viðkemur, uppeldi og störfum barna og fræðslu
þeirra. — Að maður ekki tali um, hve það er kærkom-
ið fyrir einangruð kvenfjelög að fá svona heimsókn,
sem veitir uppörfun og fræðslu.
Búnaðarsamböndin eru nú hvert af öðru að ráða til
sín vel menta starfsmenn, sem eiga að fræða bænd-
urna um alt sem þeir þurfa að vita. — Því ekki að sjá
konunum líka fyrir fræðslu? — Ekki er þeirra starf fá-
brotnara nje vandaminna, nje minna í húfi, ef van-
þekking og deyfð dregur úr allri framkvæmd.
Búnaðarfjelag íslands hafði fyrir 30 árum konur í
sinni þjónustu, sem ferðuðust um landið þvert og endi-