Hlín - 01.01.1941, Side 41
Hlín
39
liðnu ári að ráða til sín umferðaráðunaut, þrátt fyrir
lítil fjárráð. Skyldi hann ferðast um á sambandssvæð-
inu ,eina sýslu á ári í 9 mánuði og hafa verkleg náms-
skeið og leiðbeina konunum eftir því sem best hent-
aði. — Rannveig H. Líndal, kennari, valdist til starfs-
ins og Skagafjarðarsýsla varð fyrsta sýslan. — Skýrsla
Rannveigar ber með sjer, hvernig kenslan fór fram. —
Ummælum allra, sem þarna áttu hlut að máli, ber sam-
an um það, að fræðslan hafi tekist mjög vel og kennar-
inn hafi unnið hið þarfasta verk, enda sýndi bæði
sýslunefnd og búnaðarsambandsstjórnin að starfið var
vel metið, þeir greiddu fje á móti S. N. K. til að stand-
ast kostnaðinn.
Þó skýrslan láti þess ekki getið, er það kunnugt, að
námsskeiðin lífguðu heimilin mjög mikið upp t. d. með
söng og hljóðfæraslætti. Kennarinn er mjög söngvinn
og spilar vel á hljóðfæri, en þau eru mörg í Skagafirði.
— Mörg erindi voru flutt, kvenfjelög heimsótt og und-
irbúin nýstofnun fjelga og sýslusambands.
Svona lagað starf, stundað af áhugasömum kennara
og margfróðum, hefur djúptæk áhrif á alla, sem hlut
eiga að máli, og getur orðið fjölda kvenna til hinnar
mestu uppbyggingar, ef val kennarans tekst vel.
H. B.