Hlín - 01.01.1941, Page 42
40
Hlín
Heimilisiðnaður.
Ull til klædnaðar.*
Alt frá því að sögur hófust, eða þúsundum ára fyrir
Krists burð, hefur sauðkindin verið húsdýr mannsins.
— Hún virðist hafa hæfileika til að laga sig eftir stað-
háttum hvar sem er á hnettinum. — Áður en þjóðirnar
tóku sjer fasta bústaði og ræktuðu jörðina, reikuðu
þær um löndin með hjarðir sínar og hjeldu þeim tii
beitar þar sem hagar leyfðu.
Uppruni sauðfjárins er álitið að sje Austurálfa heims,
og er talið að þar hafi maðurinn fyrst náð að temja hið
vilta fje, sem er þar til þann dag í dag. — Til Evrópu
fluttist sauðfjeð löngu fyrir Krists burð og hefur nú
breiðst þar út um öll lönd og skiftist í fjölda mörg af-
brigði.
Sauðkindin er góðlynd, harðger og nægjusöm. Húp
veitir manninum næringu með mjólk sinni og kjöti og
skjól með ullinni og feldunum. Hún er því sannkallað-
ur vinur og velgjörari mannkynsins, enda hefur hún
frá alda öðli lifað í mjög nánu samfjelagi við manninn.
Allsstaðar þar sem fjárrækt er stunduð hefur einnig
verið lögð stund á vefnað jöfnum höndum. Sauðfje
hefur því ekki síður verið ræktað vegna ullarinnar en
kjötsins.
Fyrir þúsundum ára hefur vefnaðurinn verið tíðkað-
ur hjá þjóðunum, hann er líklega jafngamall mann-
kyninu, eflaust elsta handavinna í heimi. (Prjónið þekt-
ist t. d. ekki fyr en á 16. öld e. Kr.). — Hinir frum-
* Greinin er að miklu leyti útdráttur úr nýútkominni bók: »Fra
sau til klær« eftir norskan ullarfræðing: Björgu S. Deinboll.
(E. Greens forlag, Oslo, 1939). H. B,