Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 48
46
Hlín
Vefstólarnir, sem notaðir eru við þessa framleiðslu
hin síðari ár, eru einskonar sambland af vjelavefstól
og handvefstól, tvíbreiðir vefstólar kendir við Sellgren,
sænskan mann (vefstólar þessir eru einnig mikið not-
aðir, bæði í Svíþjóð og Noregi á seinni árum).
Það er skoðun margra, sem stunda þessa framleiðslu,
að fataefnin fríkki við að liggja í þurri, góðri geymslu
um tíma — jafnvel svo árum skiítir.
Ullin í „Tweed“ fataefnin er kembd og spunnin í
vanalegum kembingar- og spunavjelum, en ekki í
kambgarnsvjelum og vandað mjög til allrar vinnunnar.
Ullarhárin, sem kembd eru í venjulegum kembivjel-
um, liggja til og frá í lopanum, en ekki hlið við hlið
eins og í kambgarninu, þar sem öll stuttu hárin eru
kembd úr. — Norski ullarfræðingurinn segir, að band
úr algengum kembi- og spunavjelum sje hentugast í
prjón og vefnað. — „Margar vefjarkonur halda“, segir
hann, „að það sje ósköp fínt að fá kambgarn í vefinn
sinn, en það er misskilningur. Kambgarnið á best við
í vjelavefnað þar sem hægt er að strengja feykilega og
vefa fastara en nokkurntíma er hægt að gera í algeng-
um vefstól“.
Finnland er sauðland ágætt, enda hafa Finnar gert
sjer mikið far um að hlynna að þessum atvinnuvegi.
Þeir eru vefarar miklir og framleiða ágæta ull til vefn-
aðar. — Þrjú fjárkyn eru þar í landi: Stórt og sterkt
kyn með grófa ull, það er mest ræktað vegna kjötsins,
en ullin notuð í grófar ábreiður o. þ. 1. Annað kyn með
nokkuð fínni ull, sem notuð er í grófari fatnað og loks
nr. 3, smágert og mjög fínhært fje með silkimjúka uli,
sem notuð er í vönduð fataefni. — Það er sagt að þetta
sje sami stofninn, sem algengur var í Noregi fyr á tím-