Hlín - 01.01.1941, Page 49
Hlín
47
um. — Þetta fjárkyn er nú verið að hreinrækta í Nor-
egi og gera menn sjer vonir um að takast megi að
koma því þar upp að nýju.
Fjeð er annálað fyrir hve frjósamt það er, ekki ó-
vanalegt að ærnar sjeu fjór- og fimmlembdar, eru
lömbin þá að sjálfsögðu nærð á pela, og eru þau lömb
ekkert síðri, ' en mikillar umönnunar njóta þessar
skepnur hjá manninum eins og nærri má geta, en það
ómak þykir margborga sig.
Jeg vil að lokum leyfa mjer að tilfæra nokkur um-
mæli íslenskra manna, sem eru þessum málum gagn-
kunnugir: Páll Stefánsson frá Þverá segir svo í bók
sinni „Fjármaðurinn“: „Frá því fyrst fara sögur af, hef-
ur sauðfjeð fylgt manninum og orðið að laga sig eftir
hinum ýmsu, ólíku skilyrðum, og allsstaðar þykir sauð -
fjárræktin bera sig. Einkum er það víða í hinum norð-
lægari löndum, þar sem kornyrkja verður ekki stund-
um sökum kulda, eins og t. d. hjá okkur íslendingum,
og þar sem jarðargróðurinn verður ekki notaður til
manneldis í því ásigkomulagi sem hann er, en er aftur
á móti ágætur fyrir sauðfje, sem með sínum góðu hæfi-
leikum og nægjusemi getur breytt hinum smávaxna
villigróðri í hinar hentugu og kostgóðu afurðir: ull,
kjöt og mjólk, sem hefur verið og mun verða enn um
langan aldur aðalframleiðsla landbúnaðarins hjer a
landi, þar eð hinar víðáttumiklu heiðar og landflákar
annars lægju ónotaðir".
í formála bókarinnar „Sauðfjárrækt og sauðfjársjúk-
dómar“ segir Sigurður Hlíðar, dýralæknir: „Jeg hika
ekki við að fullyrða, að enn um langan aldur á sauð-
fjárræktin á íslandi fullan rjett á sjer og að íslenskur
landbúnaður geti ekki án hennar þrifist eða jafnvel