Hlín - 01.01.1941, Side 52
50
HIÍti
var skapmikill dugnaðarmaður, sem ávann sjer virð-
ingu þeirra er þektu hann. Móðir hennar var talin
mesta kvennaval og orðlögð yfirsetukona.
Bræður átti hún tvo, sem báðir urðu hreppstjórar,
hvor í sinni sveit, og vel metnir báðir. Eyjólfur var
sjerstaklega vinsæll og nafnkunnur fyrir yfirsetuhjálp
eins og móðir hans.
Þetta læt jeg nægja um ætt hennar, enda finst mjer
það meira virði en þó jeg hefði romsað upp langa ætt-
artölu með nöfnum presta, sýslumanna og landnáms-
manna upp til Gríms hersis í Sogni. —
Jeg veit ekki með vissu, hvert var banamein hennar.
Yfirleitt hafði hún verið heilsugóð þar til síðasta árið,
sem hun lifði, þá ágerðist meltingaróregla, hitaveiki og
þjáningasöm bólguveiki í innýflunum, sem leiddi hana
til bana. Ef til vill var hjer um krabbamein að ræða.
Jeg syrgði hana ekki sárum harmi eins og jeg hefði
gert, er jeg var yngri. Þá var hún orðin fremur amma
en mamma og lífsstarfi hennar var lokið. Það var ekki
framar eftir góðu að bíða úr því heilsan var farin og
ellin komin. Með heilsunni var starfsþrekið farið, en
það hafði ætíð verið uppspretta lífshamingju hennar.
Það var því gott að fá hvíld.
III.
Jeg er altaf að minnast móður minnar, bæði í vöku og
svefni. Hún birtist mjer oft í draumi, lík gyðju, björt
og hrein, og vísar mjer rjettar götur.
Jeg brýt sjaldan heilann um hvort við sjáumst fram-
ar, en vona að svo verði. Hugmynd mín um himnaríki
er orðin villugjörn og vafin reyk. Mjer finst þar verða
slík ös og ys og þys að varla verði næði til að talast
við. Einlægar bænasamkomur og endalausar pílagríma-
göngur, eins og við þekkjum af myndum. En þetta er
auðvitað barnaskapur. Aftur óska jeg þess oft, að jeg