Hlín - 01.01.1941, Qupperneq 57
55
Hlín
ur, einkum haust og vor, og allir höfðu hunda með sjer
og þeim þurfti lík'a að skamta. Það embætti fjekk hún
stundum mjer og það þótti mjer gaman. Seinna lærði
jeg vísu, sem minti mig þeirra daga og gestrisni
mömmu:
»Hún gat sjeð af hundsfylli,
hún gat ljeð eitt rúmbæli,
hún var svona hátt við veg,
hún var kona myndarleg«.
En þegar til Akureyrar kom, notaði hún næðið, sem
þar var meira, til að herða á ullarvinnunni, og síðan
spann hún og prjónaði — nota bene — á prjónavjel.
Þar hafði hún fengið Fenju og Menju í lið með sjer og
afkastaði mestu firnum af prjónlesi, peysum, pilsum,
brókum og treflum. Ennfremur saumaði' hún (og dæt-
urnar, Matthea og Þóra) mestu glás af húfum og ýms-
um klæðnaði. Alt þetta setti hún í búðirnar til að selja
og fjekk góðan skilding fyrir. Með þessu skákaði hún
oft föður mínum í gamni — þegar hann þrælaði í því
að yrkja og fjekk sjaldan mikið í aðra hönd (sbr.
„komi' þar út kvæðaviska, kostar vættin tíu fiska“).
VII.
Af öllum störfum fanst mjer henni láta best ullar-
vinna hverskonar — að tæja, kemba, tvinna (á snældu),
spinna, koma garni í hespur, setja upp vef, vefa, þæfa
o. s. frv. Þá var hún í essinu sínu, þegar hún hafði nóga
ull til að vinna úr og bollalagði hvað gera skyldi við
grátt og svart og mórautt þel og tog og vihna úr öllu
sem best. Það var eins og ullin með allri sinni verði-
megund, vinnu og gagnsemi (að jeg noti hugtak H.
Pjeturss) færði henni sjerstaka lífsánægju og hugar-
rósemi og væri henni besta dægradvölin.