Hlín - 01.01.1941, Page 60

Hlín - 01.01.1941, Page 60
58 Hlín spónasmið til að smíða úr mörgum nautshornum fagra, svarta spæni. Á þá gróf hann höfðaletur, sem enginn gat lesið nema gamla Þura. Allir hrútshyrningarnir, sem við höfðum fengið frá Kraga, voru orðnir slitnir og brenglaðir, svo mömmu þótti þeir ekki boðlegir fólki. Loks man jeg eftir búfræðingi, sem hún fjekk úr Borgarfirði til að kenna sjer nýjungar í mjólkurfræði og ostagerð. Hann var í tvo daga við að hleypa mjólk í stórum pottum og kirnum og sía og pressa draflann. Jeg kallaði hann ostahleypir, og við fengum kjúku og mysuost í marga daga. Alt þetta margvíslega starf á heimilinu er mjer svo minnisstætt, því það var svo lærdómsríkt og skemti- legt að fylgjast með því. Stundum fjekk hún þaulvana vefara, langt að, til að setja upp vef og vefa fyrir sig, ef vefnaðurinn var margbrotinn. Með hans hjálp gat hún komið hugsjón- um sínum í framkvæmd og óf hann síðan margvíslega bekkjótt brekán og gólfábreiður úr grófri ull, en stund- um úr tvisti marglita, skrautlega borða til að hafa í svuntur eða neðan á millipils eins og þá var móðins. — Sami vefari var afbragðsduglegur þófari og bætti því verki á sig að þæfa mikinn vaðmálsstranga áður en hann fór. — Það gerði hann úti í fjósi, í einum básnum, og var slegið rimlum fyrir, svo enginn truflaði hann. Jeg kom og sá vinnubrögð hans og stóð lengi steinhissa og gapti, því þarna hamaðist hann þrotlaust eins og villimaður í búri — nakinn niður að mitti, á brókinni, berfættur og kófsveittur. Hann tróð og traðkaði og sparkaði til vaðmálinu undir fótum sjer og rauk upp úr því hlandgufan. Þannig streittist hann, líkt og veð- hlaupamaður, án þess þó að færast úr sporunum og bljes af mæði. — Verðugur er verkamaðurinn laun- anna, hugsaði jeg, þegar honum var borið kaffi með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.