Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 64
62
Hlín
Einnig líkaði mjer stórilla, hvað hún ófríkkaði í hvert
skifti, bæði í vexti og andliti. En þetta var forsjón-
inni að kenna og ekkert við því að gera. Og hvað var
þetta hjá því að nágrannakona okkar hafði eignast 22
börn? Það komst eins og upp í vana fyrir sumum, en
ekki fyrir henni.
Einhver spekingur hefir látið uppi þá skoðun, að
mannkynið myndi bráðlega deyja út, ef konur fengju
að ráða barneignum. Þær væru kannske ti'l með að
eiga eitt eða tvö börn, en síðan ekki meir. En hagfræð-
ingar hafa reiknað út, að svo lítil viðkoma mundi ekki
nægja fyrir vanhöldum. Ef þetta er satt um konurnar
yfirleitt, þá hygg jeg móðir mín hafi varla verið und-
antekning, að henni ólastaðri. Hún fann að barneign-
irnar drógu úr vinnuþrótti og lífsgleði, og hún þóttist
hafa svo margt fyrir stafni, sem ekki mátti láta ógert.
En seinna, þegar erfiðið var hjáliðið og ungviðið komst
á legg, fagnaði hún sínu barnaláni og þakkaði' Guði
góða handleiðslu.
IX.
Það man jeg allra fyrst úr kvikmyndaleik lífs míns,
að móðir mín var höfuðpersónan, þrekin og sterk og
jeg aðeins pínulítil önnurpersóna. Og mig minnir, að
það sem fyrst gladdi ást mína til hennar væri matarást.
Mjer þótti hún svo oft sjerlega notaleg okkur tveimur
elstu systkinunum í því, að setja á borð milli rúmanna
okkar kökur eða aðrar krásir, þegar við vorum sofnuð
á kvöldin. Það var einkum þegar gestir voru komnir, og
það var svo íðilgott að vakna til kræsinganna morgun-
inn eftir.
Jeg man snemma hennar hlýja faðm, sem huggaði
mig og hresti, og hve lækningin tókst vel, er jeg hafði
marið mig og meitt, og hún kysti' á blettinn. Eða hve
vel hún hitaði mjer á fótum með heitum handtökum