Hlín - 01.01.1941, Page 73
Hlín
71
Rósa Jónsdóttir Thorlacius,
Ijósmóðir, frá ÖxnafeUi í EyjafirSi.
(Aldarminning).
Eins og kunnugt
er, voru heilbrigðis-
mál mjög ófullkom-
in lengi fram eftir
19. öld: læknar fáir
og yfirsetukonur
flestar „ólærðar",
sem kallað var, o:
höfðu ekki notið
kenslu, en gegndu
þessu starfi eigi að
síður, þar sem óvíða
var völ á lærðum yf-
irsetukbnum.
Um 1860 varð það
að ráði, að ung
stúlka frá Melgerði í
Eyjafirði, að nafni
Rósa Jónsdóttir, rjeðist til utanferðar á Fæðingarstofn-
unina í Kaupmannahöfn, til að nema ljósmóðurfræði.
Var þá Jón C. Finsen hjeraðs- og fjórðungslæknir á Ak-
ureyri, en sr. Einar Thorlacius prestur í Saurbæ. Munu
þeir hafa talið Rósu einna líklegasta til þessarar stöðu.
Hún tók sjer far með kaupfari (seglskipi) frá Akureyri',
því að um önnur skip var ekki að ræða í þá daga.
Dvaldi hún svo vetrarlangt á Fæðingarstofnuninni, og
lauk þar prófi með góðum vitnisburði. Gerðist hún síð-
an yfirsetukona (Ijósmóðir) í Eyjafirði og gegndi um
langt skeið (44 ár) ljósmóðurstörfum í nærfelt þremur
hreppum Eyjafjarðar, fyrir framan (innan) Akureyri.