Hlín - 01.01.1941, Page 74

Hlín - 01.01.1941, Page 74
72 Hlín Leysti hún störf sín af hendi með hinni mestu prýði. Svo mikil var aðsókn til hennar, að það kom fyrir, að er hún var að koma frá einni konunni, var hún jafn- harðan sótt til annarrar, svo að viðstaðan var aðeins meðan skift var um hesta. Oft var leitað til Rósu í öðrum sjúkdómstilfellum, og þóttu ráð hennar oft vel gefast. Hún sýndi hið mesta hugrekki og dugnað í ferðalögum, í vondum veðrum, jafnt á nóttu sem degi, og hvarvetna þótti hún góður og kærkominn gestur, er hún var komin á heimilin, til að hjálpa og hjúkra. Eigi var í þá tíð fyrir laununum að gangast. Voru árslaunin lengi vel 2 ríkisdalir (kr. 4.00). Löngu síðar voru árslatmin ákveðin kr. 60.00. Skömmu eftir að Rósa kom aftur til landsins giftist hún Þorsteini Thorlacius, prestssyni frá Saurbæ. Bjuggu þau allan búskap sinn í Öxnafelli, og voru einkar vel metin. Þorsteinn gegndi um þrjátíu ára skeið hreppstjórastörfum í Saurbæjarhreppi, auk þess um allmörg ár oddvita- og sýslunefndarmannsstörfum og fleiri trúnaðarstörfum. Voru þau hjónin svo vel lát- in, eins og fyr er sagt, að varla var svo samkoma haldin í firðinum, að þau væru eigi þangað kvödd. Sem nærri má geta tók Rósa á móti hinum mesta fjölda barna í svo þjettbygðu hj^raði, sem Fram-Eyja- fjörður var, og er enda enn, og um svo mikinn ára- fjölda, en því miður hef jeg ekki í höndum grei'nilega tölu þeirra. Rósa var kona fríð sýnum, bjartleit, meðallagi há og vel vaxin, tíguleg á velli, en þó prúð og látlaus, glaðleg og þýð í allri framkomu, og bauð því af sjer hinn besta þokka. Rósa Jónsdóttir var fædd að Leyningi í Eyjafirði 29. des. 1838. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Bjarnason, bónda þar, Flóventssonar, bónda sama staðar, Bjarna-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.