Hlín - 01.01.1941, Page 80
78 Hlín
það mjer fyrir barnsminni hvað jeg tók æfinlega betur
eftir því, sem hún las en aðrir, hvers efnis sem það var.
— Hún var kona mjög trúhneigð, og sá forsjón Guðs í
hverju sem að höndum bar, og trúði allsstaðar á sigur
þess sanna og góða.
Eitthvað lítillega fjekk hún tilsögn við saumaskap og
stundaði hann töluvert á sínum fyrri árum, og var
mjög glögg á það sem betur mátti fara í öllu verklegu,
sjálf sívinnandi, og hvatti unglingana til að bera virð-
ingu fyrir vinnunni og gildi hennar. — En það sem
sjerstaklega einkendi hana, var löngun hennar til að
rjetta hjálparhönd og gleðja þá, sem lægst voru settir í
mannfjelaginu, eða á einhvern hátt voru olnbogabörn
heimsins. — Á hennar heimih' voru allir slíkir vel-
komnir og fóru þaðan ætíð með einhverja glaðningu.
Hennar kjörorð var: „Það sem þjer viljið að menn-
irnir geri yður, það skuluð þjer og þeim gera“. — Þeg-
ar Ingibjörg var barn að aldri, lá hún þunga legu og
var síðan aldrei heilsuhraust, en þó flesta daga við
störf sín, og ekki varð hennar síðasta stríð langt. —
Hún veiktist af lungnabólgu að kveldi þess 29. júní
1919, og andaði'st kl. 3 daginn eftir. Og eins og það
hafði ætíð verið hennar þrá að veita birtu og yl inn í
líf þeirra, sem erfitt áttu, þá sendi Guð bjarta sólar-
geisla og hlýjan blæ með blóma-angan inn um litla
gluggann hjá rúminu hennar, þar sem hún var að si'gra
sína síðustu þraut. — Blessuð sje minning hennar!
A jólunum 1939.
Anna Kristinsdóttir, Fremstafelli í Köldukinn.