Hlín - 01.01.1941, Page 101
Hlín
99
heldur eingöngu til þess að grenslast eftir því, hvort
hægt væri að auðga fáskrúðugt dýralíf fósturjarðar-
innar með þessu nytsama og merkilega skordýri, og fá
bíflugurnar til þess að blanda dálitlu hunangi og sæt-
leika í strit og biturleik daglegra anna og örðugleika.
Auðnist mjer ekki að loknu stríðinu að halda tilraun-
inni áfram, vona jeg að einhver íslendingur verði til
þess að taka þar við, sem jeg varð að hætta.
Húfugerð.
Frásögn Helga Kristjánssonar, bónda, Leirhöfn
á Sljettu.
Fyrstu húfurnar saumaði jeg 1927 og það af eintómu
fikti. Jeg fjekst þá nokkuð við söðlasmíði og bókband
í hjáverkum frá venjulegum vetrarbúverkum. — 1925
fjekk jeg fyrst hæfilegt efni og framleiddi lítilsháttar
til sölu. Fyrstu árin voru tækin mjög ljeleg, hafði t. d.
aðeins eina venjulega saumavjel, og það gamla. — Það
gekk líka erfiðlega að útvega efni. Engin sútuð skinn
voru þá fáanleg innanlands, og voru það ekki fyr en
10 árum seinna, þegar Samband íslenskra samvinnu-
fjelaga kom á fót sútunarverksmiðju sinni. — Allmörg
næstu ár var framleiðslan einnig mjög lítil, ca. 1—2
hundruð stykki á ári, enda lagði þá enginn annar en
jeg hönd að, og það aðeins í hjáverkum á vetrum, bæði
frá búverkum og öðrum handiðnum, sem jeg áður
nefndi.
Árið 1935 tók jeg að gefa mig meira við þessu starfi,
og tók þá fólk til hjálpar, og síðan hefur framleiðslan
verið ca. 3—4 þúsund húfur á ári, og sum árin nokkuð
7*