Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 104
102
Hlín
jeg þó að viðhafa vigtun í fáum tilfellum, og get jeg
þess við þær fyrirsagnir sem það á við. Ætlast jeg til
að hafa megi það til að styðjast við. Um lyng og börk
hef jeg haft þá venju að sjóða af því fullan pott. Sje
litarefnið — jurtamagnið — of lítið, verður liturinn
blæljótur og getur ekki dökknað nægilega.
Byrja þarf á að þvætta bandið vandlega í heitu vatni
og sápu, soda og þvottadufti. Náist ekki öll óhreinindi
úr bandinu skemmir það litarblæinn. — Að sjálfsögðu
þarf svo að skola bandið vandlega á eftir.
Bandið verður sneggra og minni hætta á að þræðir
tolli saman, ef samansnúnar hespurnar eru seyddar i
vatni alt að 8 mín. áður en þvætt er. — Um leið og
hespurnar eru raktar sundur og lagðar í þvættið er
rjett að binda rúmum smeyg, af t. d. seglgarni eða tog-
bandi, utan um hverja hespu fyrir sig, á einum stað,
þá er auðveldara að greiða hespuna sundur, þegar
kemur upp úr litnum.
Þegar soðið er í álúnsvatni undan litun er þannig að
farið: Teskeið, kúfuð af álúni, er ætluð á fjögra skreppu
bandhespu. — Þegar álúnið er bráðið er bandið lagt í
vatnið og látið sjóða með hægð í 15 mín. Skal stöðugt
róta bandinu. Rúmt þarf að vera um bandið í vatnsílát-
inu til þess að álúnið verki sem jafnast. — Að loknum
suðutímanum er álúnsvatnið tekið af hita og bandið
látið liggja í því þangað til farið er að lita. Þá eru
hespurnar teknar upp, kreist úr þeim og greiddar sem
best.
Sje soðið í blásteinsvatni undan litun, er við það höfð
öll hin sama aðferð og hjer var lýst um álúnið. Þó er
þess að gæta, að nokkuð meira þarf af blásteini en
álúni á móts við bandið.
En sje notað vitriól er svo að farið: Ein teskeið, eins
og af álúninu, er ætluð móti einni bandhespu. En af
þeim skamti er fyrst látinn aðeins helmingur út í vatn-