Hlín - 01.01.1941, Page 118
116
Hlín
Jeg vil leyfa mjer að tilfæra nokkur ummæli Árbók-
arinnar og nokkrar tölur sem sýna útkomuna.
„Þessi löggjöf markar án efa eitthvert stærsta sporið
í íslenskri fjelagsmálalöggjöf fyr og síðar. — Til þess
tíma náðu sjúkratryggingar aðeins til örfárra einstakl-
inga og ellistyrkurinn var mjög skorinn við nögl. Ein-
ungis slysatryggingin hafði verulega þýðingu fyrir
verkafólkið í heild. — Með alþýðutryggingalögunum
var ákveðið að stofnaður skyldi almennur elli- og ör-
orkulífeyrissjóður, er nefnist Lífeyrissjóður íslands.
Lífeyrissjóði íslands, og hinum öðrum lífeyrissjóðum,
er ætlað að bæta að verulegu leyti varanlegan missi
starfsorkunnar vegna örorku eða elli. — Meðan menn
eru á starfsaldri, er þeim gert að greiða árlegt gjald í
sjóðinn og safna þannig til elliáranna. — Af þessu leið-
ir að Lífeyrissjóður íslands þarf tíma til að vaxa svo
hann geti int hlutverk sitt af hendi. — Ríkissjóður og
sveitasjóðir leggja því fyrst um sinn fram fje til elli-
launa og örorkubóta í ákveðnum hlutföllum, sem út-
hluta ber eftir aðgengilegri reglum en venjulegum fá-
tækrastyrk.*
Sjerhver tryggingarskyldur maður, karl og kona, 16—
67 ára, skal árlega greiða iðgjald í Lífeyrissjóð íslands,
sem nemur 7 kr. fyrir þá sem eru heimilisfastir í kaup-
stöðum, 6 kr. fyrir þá sem eru heimilisfastir í kauptún-
um með yfir 300 íbúa og 5 kr. annarsstaðar. — Gjald-
endur til Lífeyrissjóðs íslands voru rúm 66 þúsund ár-
* Tryggingarstofnunin hefur engin bein afskifti af úthlutun elli-
launa og örorkubóta. Sveitastjórnir ákveða algerlega sjálfar —
innan þeirra takmarka sem lögin setja um aldur og heilsufar —
hverjum eru veitt ellilaun og örorkubætur og hve mikið hverj-
um einstökum er veitt. Aðeins er það fyrirskipað, að þær megi
ekki vera svo lágar að umsækjandinn þurfi fyrirsjáanlega að
leita almenns framfærslustyrks að auki. — Sveitafjelögin
greiða meiri hlutann af elli- og örorkubótunum. Árið 1939
lögðu þau fram 1019771 kr.