Hlín - 01.01.1941, Page 122
120
Hlín
vissulega mörg verðmæti lífsins, sem ekki verða keypt
fyrir gull.
Skáldið Einar Benediktsson kemst svo að orði í sínu
snildarlega aldamótakvæði:
— „Því gullið sjálft visnar og veslast í augum
þess vonlausa, trúlausa dauða úr taugum.
Að elska, að fi'nna æðanna slag,
að æskunni í sálinni hlúa,
það bætir oss lífið, svo heimurinn hlær,
svo höllinni bjartar skín kotungsins bær.
Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking
sje hjartað ei með, sem undir slær.
Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa,
á Guð sinn og land sitt skal trúa“.
Það er þetta þrent, trúin, vonin og kærleikurinn,
sem skáldið telur mestu dýrgripi lífsins, svo að jafnvel
sjálft gullið, sem hann þó engan veginn telur fánýtt
eða einskis virði, missir gildi sitt, visnar og veslast í
augum hins vonlausa og trúlausa. — Það er trúin á Guð
og trúin á sjálfan þig, trúin og ástin á landið, þjóðernið
og tunguna, trúin og vonin á sigur lífs yfir dauða, ljóss
yfir myi'kri, sem hann telur vera mestu dýrgripina.
Öll eigum vjer meira og minna af eiginleikum þess-
arar þrenningar, trú, von og kærleika. Við vöggu hvers
barns standa þessar þrjár dísir, Trúin, Vonin og Kær-
leikurinn og útbýta gjöfum sínum ,og allar geta þær
orðið oss til gleði, ef vjer týnum þeim ekki.
í sambandi við þetta dettur mjer í hug ein sögn úr
þjóðtrúnni okkar. — Það er sögnin um krossgöturnar.
— Það var mikil raun að sitja á krossgötum. Þeir, sem
það gerðu, áttu á hættu að tapa öllu eða vinna alt. —
Krossgötur voru þar sem fjórir vegir mættust, og þar
sem sá til fjögra kirkna. — Þar átti að sitja á nýjárs-
nótt. — Þá opnuðust hamrar og hólar, og huldur og