Hlín - 01.01.1941, Side 126

Hlín - 01.01.1941, Side 126
124 Hlín Svo koma mestu sorgardagar ársins, það er þegar á að lóga kiðlingunum. Við systkinin höfum oft felt tár yfir þeim síðustu æfistundirnar. — Það þýðir ekki að tala um það, þeir geta ekki allir lifað. — Þeir sem lifa eru fluttir langt í burtu, til þess að þeir finni ekki mömmurnar aftur. — Það hefur komið fyrir, að við höfum fengið að hafa alikiðling, en það verða æfinlega vandræðaskepnur, labba innan um allan bæ og hoppa upp um borð og bekki. — Hvergi nokkursstaðar er hægt að hafa garðholu fyrir þeim, þær gera sjer svo dælt heima. — Það er erfitt að girða fyrir geiturnar, það er svo ótrúlegt hvernig þær komast allsstaðar, það er sagt að ef þær komi hausnum, þá sjeu þær vissar gegnum alt. Fyrstu dagana eftir kiðlingamissinn eru geiturnar óstiltar og koma ekki heim á kvöldin, svo við verðum að sitja hjá þeim fyrstu vikuna. Það er nú gaman að mörgu leyti, þá kynnist maður lunderni þeirra og öll- um siðum. Oft halda þær alveg hópinn, og fara greitt yfir og leggja sjer ekki til munns nema það besta. — Þær standa svo og stangast langa tímana, hátt uppi, svo hornaglamrið heyrist langar leiðir. Það er mjög gaman að horfa á þær, þegar þær eru í góðu skapi. Þær rísa á afturfótunum og dansa alveg og vinda sjer til. Jeg hef oft óskað mjer að vera eins liðug og geit- urnar. — Þær koma sjálfar heim flest kvöld, að minsta kosti fyrripart sumarsins, þá er gaman að koma á kví- arnar, allar koma þær á móti manni, þá byrjar orustan strax um að láta mjólka sig fyrst. Þær nudda sjer upp við okkur, naga mann og sleikja, og geta orðið alveg óþolandi. — Veturgömlu huðnurnar eru þó verstar, þær eru svo montnar af því að vera mjólkaðar, að heyra þessa rokna boga í fötuna, svo berjast þær út af plássinu eins og þær eigi lífið að leysa. Þegar líða fer á sumraið, fara þær að sækja í garð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.