Hlín - 01.01.1941, Síða 138
136
Hlín
ráðsmaðurinn lá í beinbroti, sem aldrei grjeri. — Húsfreyjan
var eini vinnufæri maðurinn á heimilinu, en það var ekki að sjá
á henni, að nokkuð hefði í skorist, sama ró og jafnvægi og endra-
nær. Vinnan hafði að minsta kosti ekki sturlað hana. —
Jeg gerði auðvitað ekkert gagn, kom aðeins til að tala og tefja^
en mjer varð það umhugsunarefni á heimleiðinni, hvort ekki
mundi það kosta nokkurt erfiði að skila pundi sínu vel ávöxtuðu
í lokin.
Jeg vona að þú takir þessi orð mín ekki sem neinn samanburð
á þessum umræddu konum, heldur kom mjer Gróa mín i hug
í sambandi við vefnaðinn. B. ].
Frá Hdmilisiönaöarfjelagi Seyðisfjarðar: Árið 1939—40 hefur
fjelagið látið vinna: 367 pör leista, 25 pör vetlinga, 14 peysur og
9 stoppteppi. — Það Ijet spinna og þvo 100 kg. af bandi. —
Vinnulaun voru greidd 800 kr. — Fjelagið fjekk 200 kr. styrk frá
Sambandi islenskra heimilisiðnaðarfjelaga. V.
Kvenfjelagskomii á Blönduósi hafa látið vinna hrosshár og
notað það í fyrirvaf í gólfrenninga og hefur það tekist prýðilega,
er það bæði' fallegt og vænt. — Hrosshárið er spunnið á snældu
að fornum sið.
Úr Landbroti er skrifaö: — Röðin kom að mjer að taka tó-
vinnuvjelarnar þessar síðustu vikur fyrir jól. — Af því við erum
svo margar um þær, verður maður að leggja alt kapp á að flýta
þeim sem mest, svo það er dálítill róður þessa daga.
Fimm fjelög atistan Sands eru komin í sýslusambandið og
kvenfjelag Dyrhólahrepps, aðeins eftir Víkurfjelagið (Hvamms-
hrepps).
Við erum með 3 námsskeið í undirbúningi. G.
Frá Kópaskeri er skrifaö veiurinn 1941: — Nú vefum við hjer
á flestum bæjum af kappi, vona jeg að nokkuð liggi eftir okkur
eigulegt að þessum tima loktuun. — Við höfum haft kennara,
sem heftir leiðbeint okkur í vefnaðinuni; hefur gengið á milli og
heftir það gefist vel. R.
Frá Núpi i Dýrafiröi er skrifað á útmánuðum 1941. — Á veg-
tun Búnaðarfjelags Mýrahrepps var haldið námsskeið hjerna á
Núpi í janúarmánuði. Þar vorti 12 stúlkur, flestar frá Flateyri og
Ömmdarfirði, ein frá Súgandafirði. — Það var mest unnið að
vefnaði, líka dálítið sauniaðir dúkar og sessur, og var ofið efnið
i það. — Að loknu námsskeiði var höfð sýning i skóianum, sem
fólk virtist vera mjög ánægt með. — Á meðan á námsskeiðinu