Hlín - 01.01.1941, Síða 140
138
Hlín
er Sölvi bóndi á Skíðastöðum, Guðmundsson, gaf því kr. ÍOO.OO'.
— Kvenfjelagið hefur verið i Sambandi norðlenskra kvenna frá
byrjun og fulltrúar frá því hafa nokkrum sinnum sótt sambands-
fundi þess. E. S.
Úr Grímsnesi er skrifað: — Kvenfjeiagið okkar hefur kostað
öll fermingarbörn, sem vilja sinna því, til sundnáms undanfarin
ár. 1 fyrravot voru börnin með flesta móti, þá keyptum við, auk
kenslunnar, húsnæði og mjólk og svo stúlku til að hugsa um
börnin, og vorit, held jeg, allir ánægðir. S.
Kvenfjelag Biskupstungna stofnaði nýlega sjúkrasjóð (300 kr.).
Kvenfjelag Gnúpverja gaf nýlega 12 ullarábreiður yfir rúmin
í Barnaskólanum í sveitinni.
Frá »19. junU í Andakíl. — Viö erum 26 i fjelaginu, það var
stofnað 19. júní 1938 og hlaut því þetta nafn. — Við höldum
8 fundi á ári heima hjá okkur til skiftis. — Við gefum út blað,
sem lesið er upp á fundum, hefur sama konan, Guðrún Guð-
mundsdóttir, Efrihrepp, annast ritstjórn þess og upplestur á því.
Er mjer óhætt að fullyrða það, að margt gott hefur þar verið
skrifað, þótt einungis sje af sveitakouum. — Saumanámsskeið
höfum við haft, en ennþá hefur ekki orðið af vefnaðarnámsskeiði,
og stafar það af örðugleikum að fá efni. — Berjaferð sameigin-
lega höfum við farið á sumrin. — Samkomur höfum við haft,
bæði til ágóða fyrir fjelagið og eina í fyrravetur til ágóða fyrir
»Rauðakross Finnlands«. — Einnig höfum við lagt lítinn skerf
til »Vinnuhælis berklaveikra«. — Annars hugsa jeg að löngun
okkar til að láta gott af okkur leiða sje meiri en getan, þ. e. a. s.
peningagetan. S.
Úr Lóni í Austur-Skaftafelssýslu er skrifaö vcturinn 1940. —
Haustmót »Menningarfjelags A.-Skaftfellinga« var haldið hjer i
Lóni í vetur, það stóð í 3 daga, það var mjög fjölsótt, því veðrið
var svo inndælt og kom því fólk úr öllum sveitum sýslunnar. —
Á þessum mótum eru flutt erindi og oft eru umræður, svo er
sungið og dansað. — Þessi mót eru haldin i sveitunum til skiftis.
A.
Úr Arnarneshreppi: — Þú hefur beðið mig að segja þjer eitt-
hvað frá okkur hjer í Arnarneshreppi. — Við lifum hjer og störf-
um i okkar fjelagsskap eins og verið hefur. Fjelagið okkar
»Freyja« er búið að starfa í 23 ár, svo það hefur nokkra reynslu
að baki, enda er starfið orðið i föstum skorðum ár eftir ár að
heita má. — Altaf geta auðvitað aðstæður breyst og ný verkefni