Hlín - 01.01.1941, Síða 142
140
Hlín
heimaunnum munum, hafa þessir munir flogið út og hafa um leið
orðið góð tekjulind fyrir fjelagið.
Jeg hef nú í aðaldráttum lofað þjer að heyra hvernig gengur
hjer hjá okkur, en einu langar mig til að bæta við, og segja þjer
frá nýbreytni hjer í sveitinni í vetur. — Búnaðarfjelag sveitarinn-
ar bauð okkur konunum upp á tveggja daga fræðslu- og skeniti-
námsskeið. Þar voru flutt erindi um garðrækt^ heimilisiðnað, heil-
brigðismál og uppeldismál. Seinni daginn var sýnd kvikmynd. —
Báða dagana voru þarna veitingar fyrir alla og önnuðust karl-
mennirnir það að öllu leyti. — Eins og nærri má geta vorum við
konurnar mjög ánægðar yfir þessu góða boði, sem var hið
ánægjulegasta, og þess vert að því sje veitt eftirtekt. Þ. S.
Kona á Norðurlandi skrifar: — Mikið hefur blessað sumarið
verið dásamlegt. Náttúran er svo fögur og þrungin af lifi og
unaði. Hver blettur ber vitni um dýrð og mátt skaparans. —
Guði sje lofl
Úr Holluhreppi i Rangárvailasýslu skrijaö voriö 1940: — Þú
óskaðir eftir að jeg sendi lítinn póst til að setja í »Hlín«, en því
miður hef jeg ekki haft ástæður til þess, en nú hefur fjelagsfull-
trúi okkar á sambandsfundinum í Þykkvabænum sagt þjer af
gerðum fjelags okkar og sameinlegum skemtiferðuin, sem við
höfum farið á undanförnum 10 árum. Til Þingvalla fórum við
1940, þó ekki á hátíðina sjálfa, heldur viku síðar. — Síðar var
farið til Gullfoss, Geysis og Laugarvatns, i Þrastarlundi var
stansað síðast i þeirri ferð. Þar næst var farið inn að Land-
mannahelli, og í fyrra stimar aiistnr í Vík í Mýrdal. — Allarþess-
ar ferðir liafa verið Ijómandi skemtilegar og tim leið uppbyggi-
legar^ þvi altaf var sama ijómandi veðtirbliðan, sem átti sinn
góða þátt i að vekja hjá okkur hrifningu yfir fegurð náttúrunnar
og um leið fyrir almætti og gæsku skaparans, mönnum og mál-
leysingjum til handa. — Hrifnust varð jeg af ferðinni inn að
Landmannahelli, þvi við gengum um 20 i hóp (þar með taldir 3
bændur, sem voru með kontim sinum í ferðinni) upp á hátt fjali,
er Loðmundur nefnist. Þaðan er viðsýni svo mikið, að slikt Itafði
jeg aidrei áður sjeð. Útsýnið mátti teljast dásamlegt. Til suðurs
var Hekla með hrikalegu útsýni, alt í kringum hana voru að sjá
hraunflákar og gilskorur. Fanst mjer, þar sem jeg stóð á fjalls-
tindinum, að það væri bara gaman að bregða sjer nú upp á
Heklti, sem frá okkur sjeð virtist ekkert þrekvirki, lutn sýndist
alls ekki svo há að sjá þaðan, sem við stóðurn, en sennilega hefði
sú ganga orðið erfiðari i framkvæmdinni. Liti maður til norð-