Valsblaðið - 01.05.2003, Síða 14

Valsblaðið - 01.05.2003, Síða 14
,,Mcelikvarði á góðan leikmann er ekki það sem hann gerir á tindinum heldur hversu vel hann rís eftirfall, “ segir Ólafur Stefánsson. án efa eftir að klífa enn hærri tinda, og skyggnast örlítið inn í hugarheim hans. Eiginkona Ólafs heitir Kristín Þor- steinsdóttir og þau eiga dótturina Helgu Soffíu sem er að verða 5 ára og Einar Þorstein, 2 ára. Ólafur á eitt ár eftir til að ljúka fjarnámi í BA Humanities, segist reikna með að gera það á Spáni. „Þetta er nám um sál mannsins, húmanískar greinar og ég tek jafnframt heimspeki, sögu og listir, sem sagt allt frekar áhuga- vert. Þetta tryggir mér svo sem ekkert ákveðið starf í framtíðinni nema það að vera meiri húmanisti,“ segir Ólafur af sinni stóísku ró og yfirvegun. Þrátt fyrir yfirburði Ólafs sem hand- boltamanns í dag var hann síður en svo líklegur til stórafreka í upphafi ferilsins. Sem gutta var honum plantað niður sem hornamanni en það átti reyndar eftir að koma honum til góða. „Já, ég var fastur í hominu í yngri flokkunum en þegar ég fór að stækka var mér stillt upp fyrir utan. Þá bjó ég að þeirri tækni sem hornamenn þurfa að hafa. í horninu hafði ég tíma til að sjá spilið þróast fyrir utan og núna bý ég að því að vita hvers konar sendingar horna- menn vilja fá.“ — Hver er skoðun þín á þjálfun barna og ungmenna hvað það varðar að þeim er stundum stillt upp í einhverja stöðu og eru svoföst í henni þar tilferlinum lýkur. Vœri ekki œskilegra að leyfa krökkum, bœði í handbolta og fótbolta, að þreifa fyrir sér í nokkrum stöðum, þannig að þau fái betri tilfinningu fyrir leiknum? „Eg ræddi aðeins um þetta fyrir tæpu ári á fyrirlestri sem ég hélt hér á Islandi og ekki síst hvemig mér hefur liðið sem íþróttamanni. Fram að ákveðnum aldri er íþróttaiðkun eintóm skemmtun, enginn sem ýtir manni í sportið. Sem krakki ótt- aðist ég ekkert og naut leiksins út í ystu æsar, eins og nánast allir á unga áldri. Eg vaknaði með breiðara bros þegar ég vissi að það var æfing um kvöldið. Andstæðan var þverflautan sem ég var að læra á en ég náði aldrei tengslum við flautuna og heltist að lokum úr lestinni. Þvingunin var ekki af hinu góða, ég var að læra fyrir einhvem annan en sjálfan mig. Eftir 15 ára aldur koma allskyns freistingar til sögunnar, t.d. stelpur og máður fer að gera hlutina fyrir einhvern annan en sjálf- an sig. Þá vill maður vera svalur, skora fleiri mörk, líta vel út. Við þetta tapast ákveðinn hreinleiki. Það sem skiptir mestu máli til þess að skara fram úr eftir þetta aldursskeið er að ná hreinleikanum aftur. Njóta leiksins, láta ekkert setja sig út af laginu, ekki launagreiðslur, frægð, íjölmiðlafár eða heimilisaðstæður. Með réttri hugsun og einbeitingu er hægt að halda í hreinleikann án þess að láta lífið utan íþróttarinnar tmfla sig. I ljósi þessa tel ég æskilegt að böm kynnist flestum íþróttagreinum, ekki síst til að hafa tæknilega yfirsýn og líkamleg- an þroska sem kemur að góðum notum á fullorðinsámnum. A ákveðnum tíma- punkti velur íþróttamaðurinn sjálfur hvaða grein hann vill leggja fyrir sig. Síðan skipta félagslegir og siðferðislegir þættir miklu máli, að þjálfarar og for- eldrar séu að móta einstakling sem sé til- búinn að takast á við þá þætti, sem ég nefndi, sem koma til sögunnar þegar hreinleikinn tapast á unglingsárunum. Þetta er mín kenning." — Hvernig hefur þú náð að halda hreinleikanum í fjögurra manna fjöl- skyldu þar sem áreiti er oft mikið, í sviðsljósinu, hálaunastarfi og svo fram- vegis? Það œlti svo margt að hafa hrófl- að við hreinleika þínum. „Það er nánast vonlaust að vera topp- iþróttamaður á Islandi, í fullri vinnu og með fjölskyldu, jafnvel þótt maður æfi tvisvar á dag. Maður þarf tíma til að hugsa, endurmeta sig og svo framvegis. Ég hef haft góðan tíma á mínurn ferli til 14 Valsblaðíð 2003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.