Valsblaðið - 01.05.2003, Síða 15

Valsblaðið - 01.05.2003, Síða 15
Ólafur og Patrekur Jóhannesson leggja á ráðin í leikhléi í landsleik við Ungverja. að halda einbeitingu. Ég hef notið þess að vera í fjamámi, er að gera það fyrir sjálfan mig, mér þykir gaman að lesa undir próf og um leið fæ ég ákveðna hvíld og fjarlægð frá handboltanum. Flestir verða svo inngreyptir í sportið að þeir hafa hugsanlega enga tilbreytingu nema kannski eitthvert „extreme" lífemi. Hjónabandið er líka þáttur í árangrinum. Það getur verið hörku vinna en að sama skapi góð hvíld frá sportinu. Lífið getur orðið svo einfalt þegar maður les góða bók. Öll tilbreyting er af hinu góða.“ — Hversu stóran þátt á hugarþjálfun í árangri þínum? „Á tímabili, þegar ég var að hugleiða, var ég mjög hrifinn af því að sjá fyrir mér aðstæður og atvik sem ég vissi að myndu eiga sér stað í næsta leik. Ég tel þetta mikilvægt því það hjálpar manni á ögurstundu að hafa hugsað út í ákveðnar hreyfmgar og skot áður en þau eiga sér stað. Ég hef hins vegar ekki lagt mig nógu mikið eftir þessu upp á síðkastið. Hins vegar horfi ég á spólur með verð- andi andstæðingum til að læra inn á hreyfmgar og skot leikmanna. Slíkur undirbúningur skiptir máli.“ — Hvernig bregstu við ef þú finnur að þú ert að missa einbeitingu á einhverjum sviðwn og œttir að geta gert betur? „Mælikvarði á góðan leikmann er ekki það sem hann gerir á tindinum heldur hversu vel hann rís eftir fall. Það er í lagi að klikka tvisvar í röð, endurmeta þá skotin, hreyfingamar og fleira án þess að umtumast, því slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Ég er orðinn afslappaður gagnvart mínum leik og reyni að hugsa um það sent skiptir máli hverju sinni, sama hvað á gengur. Maður má ekki láta neitt koma sér úr jafnvægi." — Hefur þú verið í stöðugri framför á ferlinum eða hefurðu átt þínar hœðir og lœgðir? „Ég þori varla að líta til baka á þau sjö ár sem ég var í Þýskalandi, því ég er ennþá að klifra. En fyrst þú spyrð, og ég lít til baka, hefur þetta verið frábær tími. AUir hafa haft áhrif á sinn hátt, allt frá Theodóri Guðfmnssyni til Alfreðs Gísla- sonar. Stígandinn hefur verið góður. Það má kannski segja að ég sé eins og Garðar Hólm í Brekkukotsannál því ég spilaði oft illa með landsliðinu en svo heyrðust endalausar sögur að utan um velgengni mína. Núna er komið mun meira jafn- vægi í þetta, ekki síst eftir að ég fór að sýna mitt rétta andlit með landsliðinu og á stórmótum. Mér finnst ég orðinn stöð- ugur í dag og ég hef fengið orð á mig fyrir það að standa fyrir mínu.“ — Hverjir aðrir en Alfreð og Viggó hafa haft áltrif áþig sem íþróttamann? „Það má oft svo lítið út af bregða í líf- inu til að það verði einhvem veginn allt öðruvísi. Allir sem ég hef kynnst hafa haft áhrif á mig, líka Lothar Döring, slakasti þjálfari sem ég hef haft. Ég þakka honum eftir á því hjá honunt lærði ég að hafa gaman af handbolta aftur, ákvað hreinlega að vera afslappaður og glaður í sportinu. Oft getur maður orðið fyrir fagurfræðilegri reynslu í gegnum ljótleikann." — Verða menn ekki að einbeita sér að því að njóta augnabliksins í stað þess að stressast upp fyrir leiki? „Þjálfarar í yngri flokkunum eiga að fókusera mun meira á sálfræðiþáttinn, samhliða því að vera gagnrýnir á leik- mennina og sjálfa sig. Þjálfarar verða að geta sett sig inn í hugsanaferli leik- manna. Þeir verða að spyrja sig spurn- inga, get ég hjálpað þeim? Líður þeint illa? Hvers vegna? Þetta er ekki síst mik- ilvægt þegar hreinleikinn tapast á ung- lingsárunum og áreitið eykst. Góður þjálfari ungmenna getur skipt sköpum hvað varðar framtíð einstaklinga, innan vallar sem utan.“ — Þaif ekki hreinlega að greina íþróttamanninn/einstaklinginn á marg- víslegan hátt, velta fyrir sér matarœði hans, líkamlegu atgervi, heimilsaðstœð- um, námi, vinnu, styrkleika, veikleika og svo mœtti lengi telja — til þess að lijálpa viðkomandi að verða betri á öllum svið- um? Verðum við ekki að kryfja einstak- linga niður í smœstu einingar og betrumbœta einingamar með ráðum og dáðum, kenna þeim markmiðssetningu, hvetja þá til að láta drauma sína rœtast, liugsa stórt og láta ekkert stoppa sig? „Ég er algjörlega sammála og við ætt- um kannski að leita eftir því hvemig við viljum hafa persónuna þegar hún er orðin 18 ára eða 21 árs og hún þarf að horfast í augun við alvarleika lífsins á öllum svið- um. taka mikilvægar ákvarðanir. Ef við viljum framkalla afreksmenn, hvort sem það er í atvinnumennsku eða í þjóðfélag- inu, þarf fókusinn að vera á styrkleika persónunnar. Líklega ná varla nema 5% íþróttamanna á íslandi mjög góðum ár- angri í íþróttum og 1% af þessum 5% nær alla leið á toppinn á heimsvísu. Við ættum að hjálpa einstaklingum að vera með góða siðvitund, hafa heildarsýn á lífið, efla sköpunargáfuna, vera kærleiksrík, bera virðingu fyrir félaganum og vera sterkur í mótlæti." — Tíðkast einhver önnur hugsun í þjálfun yngri flokka eða jafnvel meist- araflokka í Þýskalandi annars vegar og á Islandi hins vegar? „Vissulega standa Þjóðverjar okkur framar og einhverra hluta vegna erum við alltaf veikari líkamlega. Tvítugir strákar í Þýskalandi eru sterkari líkam- lega en Islendingar og einhvem veginn fullmótaðari. í Magdeburg er reyndar mjög gott íþróttastarf í skólunum en slíkt ætti líka að vera til staðar á Islandi. Ég Valsblaðið 2003 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.