Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 46

Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 46
Kampakátir Reykjavíkurmeistarar 2003. var haldinn fjölskyldudagur í Egilshöll- inni þar sem öllum iðkendum var boðið ásamt fjölskyldum sínum og var Egils- höllinni breytt í stórt leiksvæði í 3 klukkustundir. I lokin var boðið upp á veitingar auk þess sem allir iðkendur voru leystir út með gjöfum. A hátíðinni var undirritaður 3 ára styrktarsamningur við Smith og Norland en loksins var sama auglýsingin á öllum keppnisbún- ingum deildarinnar. Rétt er að þakka Smith og Norland sérstaklega fyrir stuðninginn á árinu sem okkar helsta styrktaraðila en auk þess þökkum við öllum styrktaraðilum fyrir samstarfið á árinu en þeir eru helstir að viðbættum S&N, Danól, Frjálsi Fjárfestingarbank- inn, Spron, SP Fjármögnun og Wintherthur. Á nokkrum heimaleikjum í sumar var einnig efnt til uppákoma, metnaðarfull leikskrá var gefin út fyrir hvern leik, skátar voru fengnir til gæslu, nýtt hljóðkerfi var keypt auk þess sem Hlíðarendi var loksins umkringdur skilt- um frá styrktaraðilum. Ljóst er að hægt er að gera mun betur í framkvæmd heimaleikja en með því sem ávannst í sumar er það skoðun okkar að það hafi hjálpað verulega til að byggja upp þann góða stuðning sem var á síðari hluta móstins. Eitt af þeim verkefnum sem sett voru á blað en ekki vannst tími til að vinna var stofnun stuðningsmannaklúbbs. Nú er verið að reyna að setja þetta í far- veg og leitað hefur verið eftir samstarfi við stuðningsmenn um að stofna form- legan stuðningsmannaklúbb í samvinnu við stjóm deildarinnar þar sem aðrir en stjórn deildarinnar dragi vagninn. Flott hárgreiðsla á Shellmóti í Vestmannaeyjum. Bœði strákar og stelpur leggja mikla áherslu á skemmtilegar útfœrslur á hárgreiðslu á stóru mótunum. Ný stjórn knattspymudeildar. Frá vinstri er Arnar Þór Sveinsson, Jón Grétar Jónsson, Börkur Edvardsson, Eggert Þór Kristófersson, Jón S. Helgason, Björn Guðbjörnsson formaður kvennaráðs og Jón Höskuldsson formaður unglinga- ráðs. A myndina vantar Kjartan Georg Gunnarsson og Guðjón Olaf Jónsson. Ný stjórn tók við deildinni nánast skuld- lausri þar sem aðalstjórn hafði yfirtekið uppsafnaðar skuldir deildarinnar. Ljóst var að ný stjórn setti sér skýr markmið í fjármálum og allt yrði gert til þess að halda deildinni réttu megin við núllið þannig að ekki yrði byrjað að safna skuldum á ný. Eðli rekstrarins er þannig að gjöldin eru nánast þekkt en á vor- og sumarmánuðum kemur í ljós hvernig tekjuöflun gengur, þ.a. erfitt er að stofna til mikilla skuldbindinga án mikillar óvissu um hvort hægt sé að standa við þær. Þrátt fyrir dapurt gengi inni á vellin- um í sumar gengu fjármálin vel og óhætt er að fullyrða að þau eru ekki mörg fé- lögin sem hafa staðið 100% við gerða samninga á árinu, hvort sem varðar greiðslur til þjálfara, leikmanna eða ann- að. Ljóst er að hagnaður á rekstri deild- arinnar verður nokkur eða töluvert meiri en áætlað var. Næsta sumar verður erfitt fjárhagslega fyrir deildina ef menn ætla að halda þeim mannskap sem fyrir er. Gera má ráð fyrir að tekjur deildarinnar dragist saman um allt að 30% meðan gjöldin standa í stað. Vonir starida hins vegar til þess að afgangur þessa árs dugi til að jafna það tap sem áætlað er af rekstri deildarinnar á næsta ári. Að lokum vill stjóm knattspyrnudeild- ar þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn í starfi deildarinnar á árinu fyrir óeigingjörn störf. F.h. stjórnar Jón S. Helgason formaður 46 Valsblaðið 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.