Valsblaðið - 01.05.2003, Page 59

Valsblaðið - 01.05.2003, Page 59
Ettip Guðna Olgeirsson Oesti leikmajlur i7. ílokki karla hja Vikingi íris Andrésdóttir fyrirliði meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Val hefur unnið marga sæta sigra á knattspyrnuvellinum og varð á árinu fastamaður í fræknu landsliði íslands í kvennaknattspyrnu. Hún er einungis 24 ára gömul en var í sumar elsti leikmaður í ungum og geysi efnilegm meistaraflokki kvenna í Val. „Ég man nú ekki eftir neinum sérstökum erftðum mótherja, en ég segi að mótherjinn verði aldrei betri en maður leyfir honum að vera. Það er vissulega erfitt að mæta góðum leikmanni eins og Asthildi Helgadóttur en ef ég ætti að velja erfiðasta mótherjann þá myndi ég velja Laufeyju Ólafsdóttur í brassabolta á æfingum hjá Val,“ segir íris eftir nokkra unrhugsun þegar hún er spurð um erfiðasta mótherjann sem hún hafi leikið gegn. íris Andrésdóttir er fædd 1979 og ólst upp í Fossvoginum í Víkingshverfmu fyrstu ár æfi sinnar. Pabbi hennar Andrés Andrésson er gamall KR ingur en mamma hennar, Halldóra Bergþórsdóttir gamall Framari. Hún fluttist með fjöl- skyldu sinni 11 ára gömul í Gravarvog- inn og býr í foreldrahúsum. Hún lauk námi á íþróttabraut FB og hefur einnig lagt stund á ensku, íslensku og fjölmiðla- fræði í háskóla. í dag vinnur hún hjá Og íris Andrésdóttir fyrirliði bikarmeistara Vals er elsti leibnaður í meistaraflokki kvenna um Vodafone. þessar mundir, einungis 24 ára gömul, mikill Valsari og leiðtogi innan vallar sem utan. Valsblaðið 2003 59

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.