Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 12

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 12
12 tækifæri til að leggja sitt af mörkum (Cuffaro, 1995; Dewey, 1916, 2000; Gunnar Ragn- arsson, 2000b). Peter Moss (2007) hefur bent á að lýðræðisleg vinnubrögð með ungum börnum kunni að geta af sér lýðræðisleg vinnubrögð í þjóðfélaginu og aukna borgaravitund. Hann talar um að flytja stjórnmálin niður í leikskólann því að þar eigi að fara fram lýðræðisleg umræða og ákvarðanataka meðal borgaranna. Moss telur að eigi lýðræð- isleg vinnubrögð að geta dafnað í skólum þurfi starfsfólkið að byggja á sameiginleg- um gildum sem feli í sér viðurkenningu og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum, fjöl- breytileika, skapandi hugsun og forvitni. í aðalnámskrá grunnskóla er lögð áhersla á lýðræðislega starfshætti og undirbún- ing nemenda fyrir þátttöku í lýðræðislegu þjóðfélagi. Grunnskólanum beri að skila af sér sjálfstæðum nemendum sem hafi kjark til frumkvæðis og sjálfstæðra vinnubragða en geti jafnframt unnið með öðrum. Tekið er fram að börn eigi rétt á að láta skoðanir sínar í ljós á lýðræðislegan hátt í skólanum, þau eigi að fá tækifæri til lýðræðislegrar þátttöku og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum (Menntamálaráðuneytið, 2006). Erlendar rannsóknir á viðhorfum barna við upphaf grunnskólagöngu benda til þess að þau telji sig vera fremur valdalítil í skólanum. Þau telja sig hafa lítið val um hvað þau gera (Griebel og Niesel, 2002; Pramling-Samuelsson, Klerfelt og Graneld, 1995) og þeim finnst að kennararnir taki ákvarðanir um flesta hluti (Rasmussen og Smidt, 2002). Reglur skólans og hæfni barnanna til að aðlagast þessum reglum er þeim einnig ofarlega í huga á þessum tímamótum (Clarke og Sharpe, 2003; Corsaro og Molinari, 2000; Dockett og Perry, 2004, 2007; Griebel og Niesel, 2002). Viðhorf kennara til barna og barnæsku eru mikilvægur áhrifaþáttur við mótun skólastarfs. Síðtímahugmyndir (e. postmodern) um börn leggja áherslu á hæfni barna og að þau hafi eigin rödd sem beri að taka alvarlega og að þau búi yfir þekkingu, skoð- unum og áhuga sem best sé að nálgast hjá þeim sjálfum (Dahlberg, Moss og Pence, 1999). í 12. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (1997) segir að tryggja skuli barni rétt til að láta í ljós skoðanir sínar í málum sem það varðar og að tekið skuli tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska. í síðari tíma viðbót við sáttmálann er nánar fjallað um yngstu börnin og vakin athygli á hæfni þeirra og rétti til virkrar þátttöku og áhrifa á eigið líf (United Nations, 2005). Þessi rannsókn er byggð á því viðhorfi að börn séu borgarar með eigin skoðanir og sjónarmið; þau hafi rétt á að hlustað sé á þau og séu fær um að láta í ljós skoðanir sínar ef viðeigandi aðferðir eru viðhafðar. Rannsóknin beinir sjónum að viðhorfum barna til upphafs grunnskólagöngunnar og því hvernig þau upplifa stöðu sína í grunnskól- anum. Rannsóknin er viðbót við erlendar rannsóknir á þessu efni og er sú fyrsta sem gerð er hér á landi. Nýmæli hennar felast einnig í fjölbreyttum aðferðum við gagna- öflun sem byggjast á styrk barna og einstaklingsmun. í rannsókninni var leitað til barna til að fá upplýsingar um viðhorf þeirra og reynslu af því að byrja í grunnskóla. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru lagðar til grundvallar: 1. Hvernig líta börnin á nám og kennslu í 1. bekk grunnskóla? 2. Hvað finnst börnunum skemmtilegt og auðvelt í skólanum og hvað finnst þeim leiðinlegt og erfitt? 3. Hvaða áhrif og völd telja börnin að þau hafi í skólanum? „VIð megUm RÁðA þegAR VIð eRUm búIn með bækURnAR“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.