Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 14

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 14
14 verður sterkari þegar þau eru fleiri en eitt í viðtalinu. Flest eru þau líka afslappaðri þegar þau eru með vinum sínum en ein með fullorðnum (Eder og Fingerson, 2003; Graue og Walsh, 1998; Greig og Taylor, 1999; Jóhanna Einarsdóttir, 2003; Mayall, 2000; Parkinson, 2001). Stuðst var við aðferðir við barnaviðtöl sem Doverborg og Pramling-Samuelsson (2003) hafa sett fram, svo og tillögur og ráðleggingar Graue og Walsh (1998). Eftirfar- andi viðtalsrammi var hafður til viðmiðunar í viðtölunum: 1. Nám og kennsla í skólanum Hvers vegna segjast börnin vera í skóla? Hvað segjast börnin læra og gera í skólanum? Hvað segjast börnin eiga að læra og gera í skólanum? Hvað segja börnin að starfsfólkið geri í skólanum? Hvað segja börnin að starfsfólkið eigi að gera í skólanum? 2. Líðan barnanna í skólanum Hvað finnst börnunum skemmtilegt í skólanum? Hvað finnst börnunum leiðinlegt í skólanum? Hvað finnst börnunum erfitt í skólanum? Hvað finnst börnunum ekki erfitt í skólanum? 3. Þátttaka í ákvörðunum Hverju segjast börnin mega ráða í skólanum? Hverju segjast börnin ekki mega ráða í skólanum? Teikningar barnanna Kostir þess að nota teikningar í rannsóknum með börnum eru að þær gefa kost á óyrtri tjáningu auk þess sem börnin eru virk og skapandi þegar þau teikna. Flest börn eru einnig vön því að teikna, þau geta breytt og bætt við teikningarnar eins og þeim hentar. Teikningar eru myndræn gögn sem geta gefið innsýn í það hvernig sum börn sjá hlutina þó svo að öðrum börnum henti ekki að tjá sig með teikningum (Clark, 2005; Dockett og Perry, 2005; Jóhanna Einarsdóttir, 2007b; Parkinson, 2001; Punch, 2002; Veale, 2005). Börnin voru beðin um að teikna það sem þeim finnst skemmtilegt og leiðinlegt í skólanum á samanbrotið a4 blað. Á annan helming blaðsins teiknuðu þau það sem þeim finnst skemmtilegt í skólanum en á hinn helminginn það sem þeim finnst leið- inlegt. Rannsakandinn ræddi við þau um það sem þau teiknuðu og skrifaði útskýr- ingar þeirra á bakhlið blaðsins. Ljósmyndir barnanna Ljósmyndun barnanna var notuð sem gagnaöflunaraðferð. Rannsakandi fékk börnin, eitt og eitt í senn, til að fylgja sér um skólann og sýna það markverðasta og taka um leið myndir á stafræna myndavél. Með þessu móti var gagnasöfnunin að hluta til í höndum barnanna: þau völdu það sem þau vildu mynda og gátu myndað það sem skipti þau máli. Rannsakandi prentaði myndirnar síðan út og setti saman bækling „VIð megUm RÁðA þegAR VIð eRUm búIn með bækURnAR“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.