Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 20

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 20
20 „VIð megUm RÁðA þegAR VIð eRUm búIn með bækURnAR“ Þegar börnin fóru með rannsakandann um skólann og tóku myndir var þeim gefinn kostur á að tjá sig á enn annan hátt um skólaveru sína. Nokkur fjölbreytni ríkti í vali á myndefni en þó voru leikvöllurinn og frímínúturnar algengust. Börnin mynduðu einnig oft önnur börn og vini sína. Mörg börnin mynduðu uppstoppuð dýr, sem eru til sýnis á göngum annars skólans, og skólabygginguna og skúrana þar sem 1. bekkur var til húsa. Mörg þeirra tóku einnig myndir af húsnæði heilsdagsskólans, aðstöðu hans og leikefni. Leikföng og námsgögn í skólastofunni voru gjarnan mynduð og sömuleiðis mynduðu börnin eigin myndverk og gögn. Mörg börnin sýndu rannsak- andanum og mynduðu íþróttasalinn og bókasafnið og staðinn þar sem morgunsöng- urinn fór fram. í töflunni hér á eftir kemur fram það myndefni sem myndað var oftar en þrisvar sinnum. Tafla 1 – Algengasta myndefnið Myndefni Fjöldi mynda Leikvöllur 38 Vinir – önnur börn 37 Uppstoppuð dýr 37 Húsnæði heilsdagsskólans 22 Skólinn eða skúrarnir 19 Leikföng 18 Námsgögn 16 Eigin myndverk 14 íþróttasalur 14 Bókasafn 11 Morgunsöngur 8 Kennari 7 Yfirlit yfir skólastofuna 5 Þar sem systkini eða mamma er 4 Dansstofa 4 Tölvustofa 3 Það sem er leiðinlegt Þegar börnin voru spurð að því hvort þeim þætti eitthvað leiðinlegt eða erfitt í skól- anum voru svör þeirra nokkuð einstaklingsbundin. Sum börnin sögðu að þeim fyndist allt vera skemmtilegt í skólanum en önnur börn töldu upp atriði sem þeim þóttu bæði leiðinleg og erfið. Hallur sagði t.d.: „Mér finnst ekki erfitt en ég er stundum lengi með stafablað, en ekki alltaf.“ Hins vegar sagði anna: „Mér finnst ógeðslega erfitt að fara að teikna svona myndir og stundum erfitt að vinna svona erfiða bók og allt.“ Hér er dæmi um umræðu meðal barna sem höfðu mjög jákvæða afstöðu til þess sem verið var að gera í skólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.