Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 35

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 35
35 ÁSdíS HReFnA HARAldSdÓTTIR, SIgRún AðAlbJARnARdÓTTIR um á skólaþróun. Hún lagði mikla áherslu á að leitað væri eftir hugmyndum nem- enda um margvíslega þætti sem snerta skólastarfið. Hún sagði að slík aðild nemenda væri brýn og gæti styrkt þá sem námsmenn. Slík samskipti veittu aðra sýn á starfið: kennarann, kennsluhættina, samskiptin, námið og skipulag skólans. Kennarar hefðu áhrif á framgang og breytingar í skólastarfi en leiðsögumenn þeirra í því ferli væru nemendurnir og því brýnt að fá fram sjónarmið þeirra. Því má segja að á síðustu tveimur áratugum eða svo hafi menntunarfræðingar vaknað til vitundar um mikilvægi þess að leita eftir viðhorfum nemenda til skóla- starfs. Hugsunin er í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (1989, t.d. 12.−14. gr.); að hlusta á raddir barna og unglinga, tryggja tjáningarfrelsi þeirra og hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Rannsóknir á hugmyndum nemenda um góðan kennara Á erlendum vettvangi má finna athuganir og rannsóknir á hugmyndum nemenda um góðan kennara. Áhugaverð athugun var t.d. gerð í 50 löndum á vegum skólaþróun- ardeildar UNESCO þar sem 500 nemendur á aldrinum sex til tólf ára voru spurðir hvað einkenndi góðan kennara (Khawajkiie, Muller, Niedermayer og Jolis, 1996). Tilefnið var að huga að breyttum áherslum og kröfum til kennara á 21. öld. Svör barnanna voru margvísleg og endurspegluðu gjarnan heim þeirra. Sem dæmi má nefna: Kennarinn er nemendum líkt og rigningin akrinum (drengur frá Mexíkó). Sum barnanna nefndu jafn- rétti: Kennarinn má ekki gera upp á milli nemenda, halda upp á suma en ekki aðra, greina á milli fátækra barna og ríkra eða ekki svo gáfaðra barna og gáfaðra (drengur frá Zimbabwe). Enn önnur ræddu æskilega framkomu kennarans við nemendur: Þeir mega ekki vera strangir og reiðir af því að þá verða börnin hrædd við þá og vilja ekki fara í skólann (stúlka frá Tékklandi). Einnig komu fram hugmyndir um hlutverk kennarans: Góður kennari kennir ekki aðeins greinarnar heldur miklu meira en það. Hann gefur okkur nýjar hugmyndir og skýrir út fyrir okkur ýmislegt sem við erum í vafa um. Hann gerir bekkinn skemmtilegan og ekki að fangelsi (stúlka frá Portúgal). annað svar lýsir hugsun barns um siðferðilegan þátt kennslunnar sem undirbúning fyrir framtíðina: Þeir ættu eingöngu að kenna góða hluti með orðum sínum og gjörðum vegna þess að það er í æsku sem maður fær leiðsögn fyrir framtíðina (stúlka frá Chile). Þessi svör endurspegla nokkra rauða þræði sem almennt komu fram hjá börnunum: að kennarinn sé umhyggjusamur, hann líti á alla sem jafna, hverjir svo sem hæfileikar þeirra séu eða aðstæður, hann sé skilningsríkur og ekki of strangur og leggi grunn að framtíð þeirra með leiðbeiningum sínum og framkomu. Ríkt er í huga barnanna að kennarinn sé sanngjarn, umhyggjusamur, leiðandi og góð fyrirmynd. Svipaðar niðurstöður komu fram í annarri rannsókn þar sem sjö til tólf ára nemendur voru beðnir um að gefa kennurum góð ráð og setja fram reglur í því skyni (Thomas og Montomery, 1998). Óháð árgöngum og skólum töldu nemendur eftirfarandi þætti mikilvægasta í fari góðs kennara: Hann átti að vera vingjarnlegur, umhyggjusamur, skilningsríkur, sanngjarn og skemmtilegur. Samsvarandi reglur voru: ekki öskra, vertu vingjarnleg, hlustaðu, vertu sanngjörn og hlæðu stundum. í rannsókn askell-Williams og Lawson (2001) svöruðu nemendur á aldrinum tíu til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.