Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 39

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 39
39 ÁSdíS HReFnA HARAldSdÓTTIR, SIgRún AðAlbJARnARdÓTTIR niðurstöður Hvernig er góður kennari? – Opin spurning Svör nemenda við opnu spurningunni Hvernig er góður kennari? voru fjölbreytt, allt frá stökum orðum og upptalningu mikilvægra atriða til langra og ítarlegra útskýringa á því hvaða kostum góður kennari þarf að vera búinn. Flestir tilgreindu á bilinu þrjá til sex kosti en alls voru 33 kostir nefndir. Á mynd 1 má sjá yfirlit yfir þau atriði sem nem- endur nefndu oftast. Ríflega fjórir af hverjum tíu nemendum (42%, n=67) nefndu að góður kennari væri hress og skemmtilegur. Sömuleiðis nefndu um fjórir af hverjum tíu nemendum (39%, n=63) að góður kennari hefði góða stjórn á bekknum og héldi aga þannig að vinnufriður ríkti. Einn nemandi sagði: Hann verður að vera skemmtilegur og ekki of alvarlegur og alltaf bara nám, nám, nám – vinna, vinna, vinna, og annar nefndi: Hann verður að hafa stjórn á bekknum og ekki bara leyfa þeim frekustu að tala. Fleiri tjáðu sig um mikilvægi þess að góður kennari hefði góða stjórn á bekknum og héldi uppi aga: Maður vill fara út úr tíma þannig að maður hafi lært en samt haft gaman. Einn nemandinn tilgreindi meira að segja hlutföllin nákvæmlega: Góður kennari er með 60% aga eða meira og verður að vera þægilegur, kurteis og skemmtilegur og mæta stundvíslega. Mynd 1. Góður kennari. Atriði sem 10% eða fleiri nemendur nefndu. Sveigjanleiki kennarans var nemendum hugleikinn og nefndi ríflega þriðji hver nem- andi (36%) þann kost (n=57). Með sveigjanleika áttu nemendur við ákveðið frjálsræði í skólastarfinu, að nemendur hefðu stundum val um viðfangsefni og hægt væri að bregða út af reglum ef svo bæri undir. Um fjórðungur (24%, n=38) nefndi að góður kennari útskýrði námsefnið vel fyrir nemendum. Einn nemandinn skrifaði: Hann út- skýrir vel− og aftur ef þörf er á; annar nemandi sagði: … reynir að útskýra inn og út! annar fjórðungur (23%, n=37) nefndi að góður kennari væri skapgóður: Skapið í kennaranum Hlutfall svarenda 0% 10% 20% 30% 40% 50% Er hress og skemmtilegur/með húmor (N=67) Hefur góða stjórn á bekknum (N=63) Sýnir sveigjanleika þegar við á (N=57) Útskýrir námsefnið vel (N=38) Er skapgóður (N=37) Er góður, blíður (N=34) Er hjálpsamur (N=34) Sýnir nemendum virðingu (N=24) Sýnir nemendum sanngirni (N=24) Er skilningsríkur (N=24) Hlustar á skoðanir nemenda (N=23) Gerir námsefnið skemmtilegt (N=18) Mismunar nemendum ekki (N=16) Þekkir námsefnið vel (N=16) 42% 39% 36% 24% 23% 21% 21% 15% 15% 15% 14% 11% 10% 10%
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.