Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 56

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 56
56 STARFSHæFnI kennARA Kennaranemarnir töldu að þeir þyrftu ekki aðeins að efla faglega og hagnýta hæfni sína til að ráða við krefjandi viðfangsefni kennarastarfsins heldur þyrftu þeir einnig að öðlast vald á persónulegri hæfni sem tengist kennarahlutverkinu. Svörin endur- spegluðu áhyggjur þeirra af því að hafa ekki vald á aðstæðum, sem ekki er óeðlilegt í ljósi þess að þátttakendur voru kennaranemar en ekki reyndir kennarar. Starfshæfni kennara (e. teacher competence, d. lærerkompetence) skilgreindi ég sem þekkingu, færni og eiginleika sem kennarar eru færir um að beita í starfi á markvissan og viðurkenndan hátt miðað við aðstæður, félagslegt samhengi og fagleg viðmið. í rannsókninni var gert ráð fyrir að starfshæfni kennara væri heildstætt fyrirbæri sem hefði ýmsar víddir eða hliðar. Ég skilgreindi nokkrar hliðar á starfshæfni kennara (sjá nánar í Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004) en þær eru: a) að gera, b) að þekkja/vita, c) að ígrunda, d) að vera. Markmiðið með rannsókninni var að varpa ljósi á þessar hliðar á starfshæfni kennara- nema, tengsl þeirra í milli og við ytra samhengi námsins. Síðastnefnda hlið starfs- hæfninnar, „að vera“, vísar til persónulegrar hliðar á starfshæfni kennara sem sjónum verður beint að í grein þessari. í rannsókn þeirri sem hér verður fjallað um er tekið mið af sömu skilgreiningu á starfshæfni kennara og stuðst við lýsingar verðandi grunnskólakennara í fjórum nor- rænum kennaraháskólum á erfiðum viðfangsefnum kennara, sérstaklega þær sem eru af persónulegum toga. Þátttakendur í rannsókninni stunda kennaranám í Reykjavík, Þórshöfn í Færeyjum, Tromsö í Noregi og Luleå í Svíþjóð. Markmiðið er í fyrsta lagi að kanna sýn norrænu kennaranemanna á þau vandasömu viðfangsefni sem tengjast kennarahlutverkinu og gera kröfur um persónulega hæfni þeirra og jafnframt að skoða þann jarðveg sem erfiðleikarnir spretta úr. Þess er vænst að niðurstöður gefi skýrari og blæbrigðaríkari mynd af persónulegri hlið starfshæfninnar en fékkst í fyrri rann- sókn minni. í öðru lagi verður leitast við að dýpka skilning á því hvers konar starfs- hæfni þurfi til þess að nemarnir ráði við slík verkefni og menntist í átökum sínum við þau. fræðilEg umgjörð rannsóknarinnar Hæfnihugtakið og kennaramenntun Á seinasta áratug hefur hugtakið „hæfni“ (competence) verið notað í auknum mæli til að tilgreina námsmarkmið, m.a. í kennaranámi. Hugtakið á sér reyndar langa sögu í umfjöllun um kennaramenntun og viðleitni til að bæta hana en skilgreiningar á hug- takinu hafa breyst á undanförnum áratugum og inntak þess víkkað. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var hæfnihugtakið ríkjandi í umfjöllun um námsmarkmið og tengdist nýjum áherslum í námskrárfræðum þar sem skilvirkni menntunar og mælanlegur árangur náms var í brennidepli (Ingólfur Á. Jóhannesson, 1992; Kennedy, 2000; Edelstein, 1988). Hæfni var skilgreind sem frammistaða á afmörkuðu sviði sem unnt væri að mæla eða meta með einhverjum hætti. í umfjöllun um kennaramenntun var áhersla lögð á hæfni kennara til að ráða við afmörkuð við- fangsefni starfsins (Kennedy, 2000).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.